Skip to content

Vorferð 10. bekkinga

Tíundu bekkingar ætla að kætast saman að lokinni verkefnavinnu  og prófatörn vorsins áður en vinna við vorverkefni hefst. Farið verður frá skólanum með rútu miðvikudaginn 15. maí kl. 10. Mæting kl. 9.30.
Farið verður í Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum og sund í Hveragerði.  Seinni daginn verður farið í River rafting niður Hvítá. Eftir volkið þykir heppilegt að baða sig í sundlauginni að Minni-Borg. Að kvöldi dags verður slökun  í góðra vina hópi á fallegu vorkvöldi í sveitinni.
Heimkoma verður upp úr hádeginu föstudaginn 17. maí.

Nánari upplýsingar hafa verið sendar í tölvupósti til foreldra/forráðamanna.