Skip to content

Virðum umferðarreglurnar – Aukum umferðaröryggi við skólann

Kæru foreldrar/forráðamenn nemenda í Langholtsskóla

Okkur er kappsmál að börnin okkar séu örugg í umferðinni á ferðum sínum milli staða. Mikil umferð er í kringum skólann á morgnana. Því miður ber á því að einhverjir bílstjórar ætli að stytta sér leið að skólanum og aka á móti einstefnumerki (innakstur bannaður). Í morgun (16.10.) lá við slysi þegar ökumaður, sem ók á móti einstefnumerkinu, var nærri því að aka á barn á hjóli á gagnbrautinni við bílastæðið.

Tökum höndum saman, ökum varlega í kringum skólann og gætum að börnunum okkar. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna akstursleiðina að skólanum.

Við minnum einnig á að nú fer í hönd dimmasti tími ársins. Skreytum börnin okkar og okkur sjálf með endurskinsmerkjum. Gott er að huga að aðstæðum, með tilliti til veðurs og hálku, áður en lagt er af stað á hjóli í skólann.

Með bestur kveðju

Hreiðar skólastjóri

Akstursleið á skólalóð Langholtsskóla