Skip to content

Vinaliðar fóru í ferðalag

Vinaliðar haustannar skelltu sér í verðlaunaferð í síðustu viku. Dagurinn byrjarði í Minigarðinum þar sem nemendur spiluðu 9 holur í minigolfi og skemmtu sér vel. Eftir það var haldið í Þróttheima og Glaðheima þar sem tók við frjáls leikur í stutta stund og síðan var vinaliðunum boðið upp á pizzur. Að því loknu var haldið í Laugardalslaug þar sem krakkarnir léku sér og slöppuðu af. Vinaliðarnir hafa staðið sig með prýði á haustönn og því frábært að enda á skemmtilegum verðlaunadegi.