Skip to content

Víkingaleikar 2019

Árlegir víkingaleikar unglingadeildarinnar fóru fram á skólalóðinni í morgun. Keppt var í hefðbundnum víkingaleikagreinum svo sem körfuboltahittni og bíladrætti, bandí og körfubolta á milli bekkja. Í ár var kynnt til sögunnar ný íþróttagrein, krossblak, sem tókst vel til með. 9.GHH vann víkingahornið eftirsótta að þessu sinni við gífurlegan fögnuð Guðmundar umsjónarkennara þeirra. Víkingaleikunum lauk svo með fótboltakappleik á milli starfsmanna og 10. bekkinga. Honum lauk með sigri annars liðsins en ósagt er látið hér hvort liðið það var.
Myndir má sjá í myndasafni.