Skip to content

Val á miðstigi

Val á mistigi hófst í dag og verður næstu 6 – 7 þriðjudaga. Nemendur gátu valið um 14 mismunandi verkefni. Allir völdu þrjú og fengu eitt af þeim úthlutað.

Stærðfræðival – Þrautir, leikir, spil og önnur skemmtileg verkefni.           

Goð og garpar – Nemendur kynnast menningu fornaldar, trúarbrögðum, byggingalist o.fl.

Leiklist – Skapandi vinna þar sem nemendur æfa leiklist í gegnum leiki og spuna. Nemendur semja og æfa sitt eigið leikrit.  

Spil  – Spiluð verða ýmis spil, bæði borðspil og „venjuleg“ spil,  við búum til okkar eigið spil og reynum  að fá góða gesti í heimsókn til að kenna okkur á ný spil. 

Tónlist og upptökur – Val fyrir þá sem hafa áhuga á því að æfa sig að syngja og koma fram með söng, taka upp sönginn og búa til útgáfu með þeirri vinnu sem því fylgir.

Umhverfisvernd – Farið verður yfir hvernig við getum verið umhverfisvænni, plokkað rusl, umhverfisvænt föndur og fleira.   

Íþróttir – Nokkrar mismunandi íþróttagreinar prófaðar og íþróttafélög í hverfinu heimsótt.

Skapandi skrif – Nemendur vinna með eigin hugmyndir og semja ljóð, leikrit og sögur. Þeir fá yfirlestur og uppbyggjandi gagnrýni á verk sín og tækifæri til að flytja þau fyrir önnur áhugasöm skáld.        

Prjónaval – Nemendur hafa nokkuð frjálsar hendur þegar þeir velja sér verkefni í prjónavali.

Franska – Farið verður í grunn í frönsku: orðaforði (litir, dagar, tölur, matur, dýr, einfaldar setningar (heilsa, kynna sig o.s.frv).  Fræðsla  um Frakkland og horft á franska mynd.  

Njóta en ekki þjóta“ – Nemendur munu kynnast aðferðum og leiðum til að slaka á og njóta augnabliksins. Verklegar æfingar þar sem tónlist, öpp, myndir, teikningar, göngutúr og fleira skemmtilegt verður prófað.              

Klassískar kvikmyndir – Stiklað á stóru í kvikmyndasögunni. Horft verður á nokkrar gamlar kvikmyndir og hluta úr kvikmyndum.

„Eyjan mín“ -Eyjan mín, sögur, landakort og líkan. Við gerum líkan af dularfullri eyju og teiknum upp gamalt sjóræningjakort af eyjunni og skrifum sögur.     

Macramé hnútar og hengi – Einföld, falleg og skemmtileg handavinna sem allir geta lært. Nemendur læra að búa til nokkra gerðir af hnútum og vinna að gerð blóma- og vegghengja.