Skip to content

Útskrift og skólaslit í Langholtsskóla

Útskrift 9. júní


Miðvikudaginn 9. júní kl. 15:00 verður útskrift 10. bekkjar. Nemendur mega hafa með sér eitt foreldri. Athöfnin hefst á því að nemendur kynna vorverkefnin sín. Skólastjórinn heldur ávarp og að því loknu verða afhentar einkunnir og viðurkenningar. Ávarp nemenda verður þegar einkunnaafhendingu er lokið. Athöfnin endar á skólaslitum og veitingum.

Útskriftin verður í beinu streymi á fésbókarsíðu skólans.

Skólaslit 10. júní

Fimmtudaginn 10. júní verða skólaslit í Langholtsskóla. Nemendur mæta í sal skólans og til umsjónarkennara að loknu ávarpi skólastjóra. Það er ekki reiknað með foreldrum á skólaslitin hjá 2.-9. bekk

Kl. 9:00 – 8.- 9. bekkur

Kl. 9:30 – 5.-7. bekkur

Kl. 10:00 – 3. – 4. bekkur

Kl. 10:30 – 2. bekkur

Það er ekki gert ráð fyrir foreldrum á skólaslit.

Á milli 9:00 -10:30 er opið hús fyrir nemendur 1. bekkjar ásamt einu foreldri. Þeir hitta kennarann sinn í skólastofunni og sækja vitnisburðarblað og ýmis gögn frá vetrinum.