Skip to content

ÚTSKRIFT 10. BEKKJAR fimmtudaginn 4. júní kl. 16.00.

Breyting hefur orðið á útskrift 10. bekkjar úr Langholtsskóla varðandi aðkomu foreldra frá því sem kynnt var síðastliðinn föstudag.

Kæru nemendur og foreldrar/forráðamenn í 10. bekk Langholtsskóla

Útskrift 10. bekkjar verður fimmtudaginn 4. júní kl. 16.00 í sal skólans. Hátíðin verður að mestu hefðbundin en með þeim takmörkunum sem almannavarnaryfirvöld setja grunnskólum vegna Covid-19 faraldursins.  Í leiðbeiningum yfirvalda segir m.a.:

„Fjöldatakmarkanir gilda um starfsmenn leik- og grunnskóla og um fullorðna á samkomum sem haldnar eru í skólabyggingum. Allir eru hvattir til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu í samskiptum eins og kostur er og er hámarksfjöldi fullorðinna í hverju rými 200. Það þarf að vera unnt að bjóða þeim sem það kjósa að halda 2 metra fjarlægð í skólabyggingum.“ (Frá Ríkislögreglustjóra, almannavarnadeild 27.5. 2020).

Við höfum nú endurskoðað fyrri ákvörðun um aðkomu foreldra að útskriftinni. Við bjóðum einum fullorðnum að koma með hverjum nemanda á útskriftarhátíðina og teljum okkur þannig geta virt 2ja metra regluna fyrir þá sem það vilja.

Þeir sem ætla að mæta með nemendum vinsamlega látið vita með því að senda póst á langholtsskoli@rvkskolar.is hið allra fyrsta með nafni nemanda og gests.

Vorverkefni nemenda verða kynnt á athöfninni. Skólinn býður upp á veitingar að athöfn lokinni.

Með vinsemd og virðingu

Hreiðar Sigtryggsson

skólastjóri

2. júní 2020