Upplestur á miðstigi

Hjalti Halldórsson las upp úr bók sinni Draumurinn fyrir miðstig í morgun. Þetta er önnur bók Hjalta en fyrri bók hans, Af hverju ég?, kom út fyrir síðustu jól. Upplesturinn tókst greinilega vel því það voru margir sem lögðu leið sína á bókasafnið eftir samveru og spurðu um bókina.