Skip to content

Unglingadeild í gönguferð

Í gær fór öll unglingadeildin saman í gönguferð frá Ölkelduhálsi niður í Reykjadal í átt að Hveragerði. Þar nutu allir náttúrunnar og einhverjir notuðu tækifærið og skelltu sér í fótabað í heitu laugunum. Um kvöldið var Rósaball í skólanum þar sem eldri bekkingar buðu 8. bekkinga velkomna í unglingadeild.