Mötuneyti Langholtsskóla

Boðið er upp á hádegisverð í áskrift fyrir alla nemendur og starfsmenn skólans.

Meginmarkmið mötuneytisins er að bjóða hollan og næringarríkan mat í samræmi við stefnu Manneldisráðs. Vatn er borið fram með matnum.

Eingöngu er boðið upp á áskrift, þ.e. matur alla daga vikunnar. Nemendur sem ekki kaupa máltíðir í mötuneytinu borða nesti sitt þar í hádeginu. 

Greiðsla er send í heimabanka, nema óskað er sérstaklega eftir því. Ef óskað er eftir því að fá sendan greiðsluseðil þá þarf að hringja í 411-1111. Gjalddagi verður 5. hvers mánaðar. Ef ekki er greitt fyrir eindaga, 15. hvers mánaðar, verður afgreiðsla stöðvuð. Áskrift endurnýjast sjálfkrafa um hver mánaðarmót ef henni hefur ekki verið sagt upp skriflega á skristofu fyrir 15. hvers mánaðar.

Hádegisverður í áskrift kostar 463 kr. frá 1. október 2016.  Mánaðargjald er 9.270 kr.• Frímínútur unglingadeildar kl. 9.30-9.50:

  • Ókeypis hafragrautur í boði skólans.  
  • Lausasala: brauð, ávextir, mjólk og safi.