Þemadagar

Nú er þemadögum lokið í Langholtsskóla. Þemað var sjálfbærni og unnið með það á ýmsan hátt. Nemendur fræddust um orðið sjálfbærni og ræddu um hvað þeir gætu gert til að gera heiminn að betri stað. Sem dæmi um verkefni má nefna sokkabrúðugerð, kröfuspjöld, bolagerð og margt fleira.
(Myndir verða settar í myndasafn um leið og það er komið í lag).