Skip to content

Markmið

Meginmarkmið stefnu Reykjavíkurborgar er að stuðla að sem bestri þjónustu við nemendur með sérþarfir í grunnskólum borgarinnar, uppfylla markmið laga og Aðalnámskrár um kennslu í samræmi við eðli og þarfir nemenda og að nýta fjármagn til sérkennslu sem best.

Þeir sem ekki fylgja námsframvindu sem getur talist eðlileg miðað við aldur fá meiri stuðning og námsaðstoð eftir þörfum. Við úthlutun sérkennslu- og stuðningsfulltrúatímum liggja greiningar, skimanir, námsmat og beiðnir umsjónarkennara og foreldra með rökstuðningi til grundvallar. Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar. 

Framkvæmd

Sérkennsla er skipulögð fyrir nemendur sem þurfa sérstakan stuðning í námi. Markmið hennar er að bregðast við ólíkum þörfum einstaklinga. Sumir nemendur fá tímabundna aðstoð en aðrir öflugan stuðning alla sína skólagöngu. Stuðningur og kennsla fer fram inni í bekkjum, námsverum, í litlum hópum eða í námskeiðsformi. Stundaskrá nemenda er aðlöguð eftir þörfum.

Sérkennarar, þroskaþjálfar og stuðningsfulltrúar starfa undir stjórn Ernu Bjarkar Hjaltadóttur  (erna.bjork.hjaltadottir@rvkskolar.is) verkefnastjóra sérkennslu. Stuðningsfulltrúar eru kennurum til aðstoðar við að sinna nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar að því að auka félagslega og námslega færni og stuðla að sjálfstæði í daglegum athöfnum. Stuðningsfulltrúar starfa innan almennra bekkja undir stjórn kennara og deildarstjóra sérkennslu. Þroskaþjálfar vinna með nemendum sem eiga við vanda að stríða vegna fötlunar, lítillar félagsfærni og/eða vegna hegðunar. Talmeinafræðingur starfar við skólann einn dag í viku. Heildaráætlun um stuðning við fatlaða nemendur og nemendur með sérþarfir er í skólanámskrá.

Skimunarpróf eru lögð fyrir nemendur í 1. - 10. bekk. Verkefnastjóri sérkennslu og umsjónarkennarar vinna með niðurstöður skimana og grípa inn í eftir þörfum.