Sérdeild - Langholtsskóli

UM SÉRDEILDINA

 

Ráðgefandi deild um einhverfu og kennslu nemenda með einhverfu. Sími:553-3180

Deildin var stofnuð haustið 1995 og voru þá 7 nemendur teknir inn. Nú eru 9 nemendur skráðir í sérdeildina en æskilegur fjöldi er 8 nemendur. Sérdeildin starfar frá klukkan átta til tvö og héðan fara nemendur á Frístundaheimili ÍTR. Allir nemendur sérdeildarinnar tengjast ákveðnum bekkjum og eru eins mikið og geta þeirra og úthald leyfir í bekk með sérkennara eða þroskaþjálfa með sér.

STARFSFÓLK

Bjarnveig Bjarnadóttir
Verkefnastjóri - Sérkennari

Emil Gunnarsson
Íþróttakennari

Elín Björg Jónsdóttir
Sérkennari

Ísak Aron Sigurðarson Hammer
Stuðningsfulltrúi

Ingiríður Brandís Þórhallsdóttir
Kennari

Ragna Björk Eydal - Leyfi fram í febrúar
Sérkennari

Maggý Hrönn Hermannsdóttir
Sérkennari

Ragnheiður Sóley Stefánsdóttir
Sérkennari

Tinna Hrafnsdóttir
Kennari

UM STARFIÐ

Sérdeildin starfar eftir skipulögðum vinnubrögðum og sækir hugmyndafræðina meðal annars til TEACCH líkansins sem er upprunnið í Chapel Hill í Norður-Karolínu í Bandaríkjum (sjá nánar um TEACCH líkanið í deildarnámskrá).

Langholtsskólamódelið felur í sér:
• Skipulagt námsumhverfi
• Ytra skipulag og innra skipulag
• Einstaklingsnámskrá fyrir hvern nemanda
• Sjónrænt dagskipulag við hæfi hvers nemanda
• Stefnt að því að gera nemandann eins sjálfstæðan og mögulegt er
• Virkt foreldrasamstarf

Sérþekking kennara á einhverfu er skilyrði þess að góður árangur náist.
Símenntun kennara er forsenda stöðugrar uppbyggingar í deildinni.
Lögð er áhersla á hreyfingu, að aðlaga nám að áhuga hvers nemanda og í því felst  námsefnisgerð.  Áhugahvöt nemandans og gleði er nýtt í námi og leik.  Nemendur sækja íþróttatíma með bekkjarfélögum en fá einnig auka íþróttatíma, fara í gönguferðir, á skauta, hjóla og í sund. Félagsfærni er alltaf verið að vinna með á öllum stöðum. Vettvangsferðir eru mikilvægar í námi nemandans til að læra viðeigandi hegðun og vera virkur samfélagsþegn.

Starfsfólk og nemendur sérdeildarinnar eru að taka þátt í Comeniusar verkefni.

Hér er hægt að skoða ítarlegarlegri upplýsingar um það.

Comeniusarverkefnið.

EYÐUBLÖÐ

Umsókn um skólavist

Leyfi fyrir nemendur í bíl og myndir