Náms- og starfsráðgjafar Langholtsskóla eru Greta Jessen (greta.jessen@rvkskolar.is) og Hjördís B. Gestsdóttir (Hjordis.Bara.Gestsdottir@rvkskolar.is)
Hlutverk náms-og starfsráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna í ýmsum málum, sem varða námið, líðan þeirra í skólanum og fleira.
Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður og aðstoðar nemendur við að leita lausna á sínum málum. Námsráðgjafi er bundinn trúnaðarskyldu varðandi allar upplýsingar sem hann fær um nemendur og/eða nemendahópa.
Allir nemendur og forráðamenn geta óskað eftir viðtali hjá námsráðgjafa. Þeir geta komið að eigin frumkvæði eða með milligöngu foreldra/forráðamanna og/eða kennara og annarra starfsmanna skólans.
Helstu verkefni náms- og starfsráðgjafa í grunnskóla eru meðal annars:
-Að stuðla að því að öllum nemendum líði sem best í skólanum og þeir nái sem bestum námsárangri.
-Að aðstoða nemendur og ráðleggja varðandi námstækni, námsaðferðir, lestraraðferðir, prófundirbúning, skipulagningu tíma og áætlanagerð.
-Að veita nemendum stuðning og ráðgjöf vegna tímabundinna erfiðleika og áfalla.
-Að veita nemendum persónulega ráðgjöf og stuðning vegna erfiðleika í einkalífi sem raska námi þeirra og valda þeim vanlíðan.
-Að aðstoða nemendur við að gera sér grein fyrir áhugasviðum sínum og meta hæfileika sína raunsætt miðað við nám og störf. Nemendum 10. bekkja býðst að taka áhugakönnun.
-Að miðla upplýsingum til nemenda og forráðamanna um möguleika og framboð á námi og störfum að grunnskóla loknum.
-Að skipuleggja náms- og starfsfræðslu í skólanum.
-Að vinna að eineltismálum samkvæmt eineltisáætlun skólans og í samstarfi við umsjónarkennara, deildarstjóra og annað starfsfólk eftir því sem við á.
-Að sitja í nemendaverndarráði og lausnateymi skólans og vinna í nánu samstarfi við umsjónarkennara og annað starfslið skólans og annarra sérfræðinga er koma að málefnum nemenda.
-Að sitja í áfallateymi skólans og vinna eftir áfallaáætlun skólans þegar þörf er á.