Skip to content

Heilsugæsla

Skólaheilsugæslan er hluti af Heilsugæslunni í Glæsibæ og framhald af ung - og smábarnavernd. Markmið skólaheilsugæslu er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk skólaheilsugæslu vinnur í náinni samvinnu við foreldra, forráðamenn, skólastjórnenendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda, með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.
Megináhersla skólaheilsugæslu er á fræðslu og heilsueflingu. Skólahjúkrunarfræðingur sinnir auk þess umönnunar veikra og slasaðra barna; bólusetningu, skimunum sem og ráðgjöf til starfsmanna, nemenda og foreldra. Skólahjúkrunarfræðingur er tengiliður skólans við fjölskylduteymi Heilsugæslunnar.
Haft er samband við foreldra ef barn slasast í skólanum og þarf að leita á slysadeild. Skólinn greiðir fyrir fyrstu tvær komur á slysadeild vegna slysa í skóla eða í ferðum á vegum skólans. Beiðni er útfyllt af hjúkrunarfræðingi eða ritara skólans.
Þurfi barn lyf á skólatíma hafa foreldrar samband við hjúkrunafræðing.
Nánari upplýsingar um heilsugæslu í grunnskólum er að finna á heimasíðu Heilsugæslunnar. Hjúkrunafræðingar skólans eru Huldís Mjöll Sveinsdóttir og Elísabet Ellertsdóttir. Tölvupóstur: langholtsskoli@heilsugaeslan.is