Stóri útikennsludagurinn er á morgun 5. maí

Stóri útikennsludagurinn verður á morgun 5. maí. Nemendur mæta í skólann kl. 9:45 og dagskráin hefst kl. 10:00.
Nemendur á yngsta stigi geta komið kl. 8:00 og það verður gæsla fyrir þá nemendur til 9:45. Þeir sem koma svona snemma þurfa að hafa með sér nesti til að borða áður en útikennslan hefst því það er ekki matur fyrr en kl. 12:00.
Það verður mikið fjör í Laugardalnum því á þessum degi fara allir nemendur ásamt starfsfólki (um 800) skólans út að vinna verkefni í 33 hópum á jafnmörgum stöðvum á sex svæðum. Dagskrá lýkur kl. 12:00 og allir rölta í mat sem verður á skólalóðinni ef viðrar.