Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Í morgun lauk skólahluta Stóru upplestrarkeppninnar. Þar voru valdir tveir fulltrúar skólans, ásamt einum varamanni, sem fara á lokahátíðina í Grensáskirkju þann 20. mars. Nemendur stóðu sig með prýði og það var ekki létt verk fyrir dómarana að velja þá sem komust áfram. Þeir nemendur sem fara fyrir hönd skólans á lokahátíðina eru þær Anna María, Andrea og Jóhanna sem varamaður. Við óskum þeim til hamingju sem og öllum hinum sem tóku þátt. Myndir í myndasafni.