Skip to content

Söngur og risaeðlur

Nemendur í 3. bekk voru að læra um risaeðlur. Í lokin á risaeðluþemanu buðu þau upp á útitónleika þar sem þau fluttu lag með frumsömdum texta eftir Heiðu, kennara í 3. bekk. Krakkarnir stóðu sig svo vel, sungu hátt og snjallt eins og besti kór. Til að toppa daginn þá kom risaeðla á tónleikana.