Skip to content

Skólasetning er á mánudaginn 23. ágúst

Kæru nemendur og foreldrar

Hjartanlega velkomin í Langholtsskóla. Gott sumarleyfi er að baki og nýtt skólaár blasir við. Skólinn
hefst að nýju mánudaginn 23. ágúst með skólasetningu sem hér segir:

9. og 10. bekkur…kl. 9.00.
8. bekkur……………kl. 9.30.
6. og 7. bekkur…..kl. 10.00.
4. og 5. bekkur…..kl. 10.30.
2. og 3. bekkur…..kl. 11.00

Nemendur mæta í samkomusal skólans. Skólastjóri ávarpar nemendur sem fara að því loknu í kennslustofu með umsjónarkennara.

Vegna Covid 19 faraldursins í þjóðfélaginu geta foreldrar því miður ekki fylgt börnum sínum inn í skólann á skólasetningu.

Nemendur í 1. bekk verða boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum 23. eða 24. ágúst.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá í 2.-10. bekk þriðjudaginn 24. ágúst og í 1. bekk miðvikudaginn 25. ágúst.

Í Langholtsskóla förum við í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnaryfirvalda vegna Covid 19. Gestakomum í skólann er haldið í lágmarki. Komur foreldra inn í skólann eru takmarkar við fyrir fram boðaða fundi með einstaka foreldrum. Við biðjum því foreldra að fylgja börnum sínum að skólanum og kveðja þau fyrir utan skólann.

Ekki verður hægt að halda hefðbunda kynningarfundi um skólastarfið að sinni. Upplýsingar um skólastarfið verða sendar rafrænt til foreldra. Viðburðir svo sem bekkjarkvöld, samvera eða tónleikar eru haldnir án foreldra. Við hvetjum ykkur til að vera í góðu sambandi við skólann, nota tölvupóst og símann eftir þörfum. Sími skólans er 5533188.

Langholtsskóli stækkar með hverju árinu. Þegar þetta er skrifað eru nemendur 704 talsins. Við þurfum því að hafa okkur öll við að koma nemendum fyrir og trúum því og treystum að allir leggi sig fram um jákvæðan og góðan skólabrag.

Nokkrar breytingar verða á starfsmannahópnum milli ára. Einnig verða uppstokkun á sumum bekkjardeildum.

Í haust verður verðandi 2.; 3.; 4. og 8. bekk skipt upp. Faglegar ástæður liggja til grundvallar breytingum á bekkjum. Stundum þarf að brjóta upp ákveðið bekkjarmynstur til að stuðla að jákvæðum skólabrag og einnig þarf að jafna fjölda nemenda í bekkjum sem og kynjahlutföll. Nemendur kynnast nýjum félögum um leið og tryggt að þeir verði með einhverjum vinum úr gamla bekknum. Mikill samgangur er milli bekkja í árgöngum og áfram eru blandaðir hópar í list- og verkgreinum. Við byggjum bekkjarskiptinguna meðal annars á tengslakönnunum sem gerðar hafa verið.

Umsjónarkennarar verða sem hér segir:

1. bekkur: Halla Helga Jóhannesdóttir, Harpa Lind Örlygsdóttir og Ólöf Jóna Jónsdóttir
2. bekkur: Elsa Ísberg, Heiða Ingunn Þorgeirsdóttir og Margrét Ármannsdóttir.
3. bekkur: Anna Guðrún Harðardóttir, Anna Þóra Paulsdóttir og Ásgerður María Franklín.
4. bekkur: Arna Þ. Þorsteinsdóttir, Elínborg Á. Árnadóttir og Hrefna Björk Ævarsdóttir.
5. bekkur: Aldís Guðbrandsdóttir, Ásta Ingólfsdóttir og Þóra Þorsteinsdóttir.
6. bekkur: Ásdís G. Sigmundsdóttir, Elín Harpa Valgeirsdóttir, Jóna Hjálmarsdóttir og María Kristjánsdóttir.
7. bekkur: Guðbjörg Pálsdóttir, Gunnar Jarl Jónsson, Hafþór Óskarsson og Ingvi Sveinsson.
8. bekkur: Emil Gunnarsson, Hjalti Halldórsson, Ingibjörg Hauksdóttir og Oddur Ingi Guðmundsson.
9. bekkur: Elísabet Steinarsdóttir, Harpa Stefánsdóttir, Nadiia Shalimova og Sigrún Gestsdóttir.
10. bekkur: Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, Jóhanna Björk Daðadóttir og Þorleifur Örn Gunnarsson.

Deildarstjóri yngsta- og miðstigs er Ellen Klara Eyjólfsdóttir. Guðlaug Bjarnadóttir er deildarstjóri á unglingastigi og Erna Björk Hjaltadóttir deildarstjóri sérkennslu. Sigríður Margrét Vigfúsdóttir er deildarstjóri í Dalnum, sérdeild fyrir nemendur með einhverfu.

Nám og kennsluaðferðir þróast með ári hverju. Eflaust verða breytingarnar mestar hjá nemendum sem nú setjast í 8. bekk. Í unglingadeild er íslenska, náttúrufræði, samfélagsfræði og upplýsingatækni samþætt í „Smiðju“ og sérhver nemandi í 7. – 10. bekk fær iPad spjaldtölvu til afnota í námi sínu.

Við leggjum áherslu á að þróa teymiskennslu í árgöngum. Kennarar bera sameiginlega ábyrgð á starfinu í árgangi, nemendum er skipt upp í hópa þvert á bekki eftir verkefnum og kennarar kenna saman þegar það á við. Þannig nýtist betur sérþekking hvers kennara og nemendur blandast innan árgangsins.

Við vekjum athygli foreldra á nýjum samræmdum reglum um skólasókn og viðbrögðum skólans þegar út af bregður með skólasóknina af einhverjum ástæðum. Í reglunum, sem settar eru af skólayfirvöldum í borginni, er einnig fjallað um veikindi og leyfi nemenda. Sjá meðfylgjandi ferla um skólasókn og skýrslu starfshóps þar um.

Eins og á síðastliðnu ári fá nemendur afhent ritföng og önnur námsgögn í skólanum. Nemendur þurfa að halda vel utan um gögnin sín og endurnýja t.d. ritföng eftir þörfum.

Við bjóðum nemendur og foreldra velkomna á nýju skólaári og hlökkum til samstarfs við ykkur í vetur.

Reglur um skólasókn