Skip to content

Skólasetning 22. 08. 2022

Í dag mætti glæsilegur hópur nemenda í 71. skólasetningu Langholtsskóla. Þau mættu  á sal og hittu síðan  kennarana sína. Nemendur í 1. bekk komu einnig í dag og aðrir koma á morgun ásamt foreldrum sínum í viðtöl hjá umsjónarkennara. kennsla hefst í 1. bekk miðvikudaginn 24. ágúst. Aðrir nemendur mæta á morgun 23. ágúst og kennsla verður samkvæmt stundarskrá.

Það var gaman að sjá alla foreldrana sem fylgdu sínum börnum í dag sem hefur ekki verið í boði sl. 2 ár. Við erum mjög ánægð með að hægt er að halda úti  samstafi við foreldra og hvetjum foreldra til að taka að sér hlutverk bekkjarfulltrúa á kynningafundum sem hefjast í næstu viku og verða auglýsir í pósti frá umsjónarkennurum.

Nemendur í Langholtsskóla eru núna við upphaf skólaársins 716 sem er ansi mikill fjöldi í húsnæðið en þröngt mega sáttir sitja. Við horfum björtum augum fram á veturinn og vonum að við getum haldið úti eðlilegu skólastarfi án utanaðkomandi truflunar í formi veiru.

Skólinn verður 70 ára og við ætlum að halda veglega upp á afmælið þann 8. október í kjölfar þemaviku sem er tileinkuð afmælinu. Nemendur fá frí 2. janúar í stað laugardagsins sem reiknað er með að allir nemendur núverandi og fyrrverandi mæti á.

Starfsfólk  Langholtsskóla