Skip to content

Skipulag / schedule v. covid 19

 

Sælir foreldrar nemenda í Langholtsskóla og gleðilegt ár.

Eins og kunnugt er hafa sóttvarnaryfirvöld hert nokkuð sóttvarnaraðgerðir í skólum. Allir nemendur mæta í skólann samkvæmt stundarskrá í fyrramálið, þriðjudaginn 4. janúar. Kennsla verður samkvæmt stundaskrá hjá 1.-8. bekk.

Hádegismatur verður daglega fyrir 1.-8. bekk en tímasetningum verður hnikað til.

Nemendur 9. og 10. bekkja fá ekki hádegismat á morgun, þriðjudag. Þeim verður kennt samkvæmt stundaskrá til hádegis en valið eftir hádegi fellur niður.

Kennsla gæti fallið niður á miðstigi og í unglingadeild ef forföll verða í kennarahópnum.

Daglega verður skipulag næsta dags í unglingadeild sent í tölvupósti til foreldra og á Goggle Classroom til nemenda. Deildarstjóri unglingadeildar sér um að senda þann póst og er foreldrum bent á að fylgjast vel með.

Á þessum óvissutímum gæti þurft að breyta skipulagi frá degi til dags – og jafnvel að senda þurfi einstaka bekki eða árganga frá 5.-10. bekk heim. Lögð verður áhersla á að halda úti kennslu í 1.-4. bekk.

Mjög mikilvægt er að foreldrar séu vakandi fyrir heilsu barna sinna og haldi þeim heima ef einhverra veikindaeinkenna verður vart. Aðgangur foreldra að skólanum er takmarkaður við fyrir fram ákveðin erindi eða fundi sem skólinn boðar til.

 

Stöndum saman í baráttunni við faraldurinn.

Bestu kveðjur
Hreiðar Sigtryggsson skólastjóri.

 

 

Dear parents of students at Langholtsskóli.

Happy new year.

All students attend school according to their timetable in the morning, January 4th. Teaching will be according to the timetable in grade 1.-8.

Lunch will be daily fore 1 .-8. class but timings can differ from day to day.

9th  and 10th  grade students will not have lunch tomorrow. They will be taught according to the schedule until lunchtime but teaching hours in the afternoon will be canceled. The plan for each day in the youth department (8th to 10th grade) will be sent daily by e-mail to parents and in the Goggle Classroom to students.

In these times of uncertainty, it may be necessary to change the attendance from day to day – and even to send individual classes from 5th  – 10th grade home. Emphasis will be placed on teaching in 1st – 4th  grade.

It is very important that parents are vigilant about their children’s health and keep them at home if any symptoms of illness are noticed. Parents’ access to the school is limited to pre-determined errands or meetings convened by the school.

Let’s stand together against the epidemic.

Best regards

Hreiðar Sigtryggsson principal.