Skip to content

Sjötti bekkur á flakki

Sjötti bekkur í Langholtsskóla fór í ferð 21. janúar í Hólavallagarð og á Landsbókasafn.

Þorsteinn Þórhallsson, sagnfræðingur fræddi nemendur um sögu kirjkjugarðsins og nokkra merkismenn sem þar liggja, Jón Sigurðsson, Þorsteinn Erlingsson, Sigurður Breiðfjörð og Ingibjörg H. Bjarnason. Þorsteinn sýndi nemendum leiði Guðrúnar Oddsdóttur sem var sú fyrsta sem var grafin í garðinum og vakir yfir honum. Einnig skoðaði bekkurinn leiði fólks sem létust í nóvember 1918 úr spænsku veikinni.

Á Landsbókasafni voru skoðuð bréf og tímarit tengd spænsku veikinni og fleira. Vel heppnuð ferð í frábæru vetrarveðri.

Myndir má sjá í myndasafni.