Smíði og hönnun

Smíði og hönnun

 1. bekkur - HÖNNUN OG SMÍÐI.
 Markmið
 Að nemendur
·         þekki hamra og sagir og þjálfist í notkun þeirra
·         kunni að festa útsögunarklauf í hefilbekk
·         geti notað lím í samsetningar
·         geti greint notkunarsvið verkfæra og unnið með þau á öruggan hátt
·         þekki mun á grófum og fínum sandpappír og geti notað hann
·         geti greint mismunandi smíðaefni, s.s. furu/greni, krossvið og mdf-efni
·         kunni að nota viðarolíu og liti til skreytingar.
·         geti leyst einföld verkefni á sjálfstæðan hátt
·         geri sér grein fyrir því hvað þarf til vandaðra vinnubragða
·         geti nýtt eigin hugmyndir til að skreyta smíðisgripi sína
·         geti gengið snyrtilega um verkfæri og áhöld og sópað smíðastofuna
·         geti notað viðeigandi persónuhlífar og sitji/standi rétt við vinnu sína
·         geti unnið ein að lausn verkefna
·         hafi þroskað með sér þolimæði til vandaðrar vinnu
·         geri sér grein fyrir hættum í smíðastofunni og þekki umgengnisreglur                                                                                                                                                                                                                   hennar
·         geti flokkað pappír og annan úrgang sem fellur í smíðastofunni
 
 
Nám og kennsla
Mikilvægt er að nemendur læri í upphafi rétt vinnubrögð og rétta umgengni við vinnusvæði og verkfæri. Ein af forsendum þess að einstaklingsmiðað nám geti átt sér stað og nemendur geti unnið á mismunandi hraða og við mismunandi verkefni sem hæfa getu. 
Byrja á að kynnast smíðastofunni og umgengni um hana og þær reglur sem gilda í smíðastofunni. Síðan fá þau að kynnast helstu verkfærum sem þau munu nota.
 
Að þau læri að teikna verkefni og saga út mismunandi form, vinna yfirborð og læra að skila af sér vandaðri vinnu. 
 
2. bekkur - HÖNNUN OG SMÍÐI
Kennsluhættir
Nemendur kynnast ýmsum ólík­um viðartegundum og efnum sem hægt er að nota í smíði. 
Nemendur læra að saga með laufsög og pússa.
Einnig læra nemendur að nota hefilbekkinn. 
Nemendur læri að fara með vatnsleysanlega liti.
Nemendur geti teiknað hugmyndir sínar að smíðahlut í tvívídd með persónulegum áherslum.
Nemendur læra öryggisreglur við verklega vinnu og ábyrga umgengni um  smíðastofuna.
2-3 nemendur eru valdir í hverjum tíma til þess að vera umsjónarmenn með smíðastofunni.

3. bekkur - HÖNNUN OG SMÍÐI
Kennsluhættir
Nemendur kynnast ýmsum ólíkum viðartegundum og efnum sem hægt er að nota í smíði. 
Nemendur læra að saga, hefla, pússa, bora og líma með sérstakri áherslu á sögun og heflun.    Nemendur læra að nota hefilbekkinn.  Nemendur læri að fara með vatnsleysanlega liti og lökk.
Nemendur læra að teiknað hugmyndir sínar af smíðahlut í tvívídd með persónulegum áherslum, séðar frá hlið og ofanfrá..
Nemendur læra öryggisreglur við verklega vinnu og ábyrga umgengni um smíðastofuna.
2-3 nemendur eru valdir í hverjum tíma til þess að hafa umsjón með frágangi smíðastofunnar. 

4. bekkur - HÖNNUN OG SMÍÐI
Kennsluhættir
Nemendur kynnast ýmsum ólíkum viðartegundum og efnum sem hægt er að nota í smíði.  Þau þjálfast enn frekar í heflun, að saga með laufsög og bakkasög, raspa, bora og pússa. Sérstök áhersla er á samsetningar, límingar og neglingar.  Einnig læra nemendur að nota tommustokk, skrúfjárn, síl og vinkil og að nota hefilbekkinn.
Nemendur læra ábyrga umgengni um  smíðastofuna og öryggisreglur við verklega vinnu.
2-3 nemendur eru valdir í hverjum tíma til þess að sjá um frágang á smíðastofunni.

5. bekkur - HÖNNUN OG SMÍÐI
Kennsluhættir
Hönnun og smíði er nú kennd í fyrsta sinn í lotum í tvisvar sinnum tvær kennslstundir á viku í sjö vikur í senn.
Nemendur fá að kynnast ýmsum efnum sem hægt er að nota í smíði.
Nemendur læra að saga, lima, negla og pússa.  Einnig læra nemendur að nota tommustokk, hamar og hvernig nota á hefilbekkinn.
Nemendur hanna hlut út frá gefinni forskrift sem byggist á ákveðinni virkni, lausn, útliti eða þema og teikna sem tvívíða mynd, þannig fær sköpunargáfa hvers nemanda að njóta sín.
Nemendur læra ábyrga umgengni um  smíðastofuna og öryggisreglur við verklega vinnu.
3 nemendur eru valdir í hverjum tíma til þess að vera umsjónarmenn.

6. bekkur - HÖNNUN OG SMÍÐI
Kennsluhættir
Nemendur fá að kynnast ýmsum efnum sem hægt er að nota í smíði svo sem leðri og skinnum, og ólíkum viðartegundum og málmi.
Nemendur læra að vinna úr nautshúð, sauðskinni og ýmsu öðru skinni.
Nemendur læra að sníð, lita og sauma leður og fara með helstu leðurverkfæri.
Nemendur hanna hlut út frá gefinni forskrift sem byggist á ákveðinni virkni, lausn, útliti eða þema og teikna sem tvívíða mynd þannig fær sköpunargáfa hvers nemanda að njóta sín.
Nemendur útfæra teikningar sínar í réttan efnivið þ.e.a.s. þann efnivið sem hentar í hvert skipti.
Nemendur læra ábyrga umgengni um  smíðastofuna og öryggisreglur við verklega vinnu.
2-3 nemendur eru valdir í hverjum tíma til þess að vera umsjónarmenn með smíðastofunni.

7. bekkur - HÖNNUN OG SMÍÐI
 Kennsluhættir
Lögð er áhersla á  verkefni sem nemendur hanna sjálfir og gera sér vinnuáætlun um  frá upphafi til enda. Nemandinn vinni út frá hugmyndum sínum, útfærir þær  og fullgeri ( hugmynd, hönnun, útfærsla). Við framleiðslu lokaafurðar er ætlast til að nemandinn geti greint og skilið eðli vinnuferla svo sem notkunar viðeigandi verkfæra, beitingu þeirra og tengsla verkþátta í framvindu verklegrar vinnu.
Einnig verða nemendur að geta leitað fanga á netinu, nýtt sér kveikjur úr umhverfi sínu og móta þær hugmyndir  með aðstoð kennara.
Nemendur hanna og útfæra verkefni sem þeir ráða við og hafa ánægju af að framkvæma.  Vinna má með mismunandi efni sem henta viðfangsefnum  s.s. smíðavið, leður, málm eða plast.
Í 7. bekk  smíða nemendur japanskan lampa og raftening. þar er komið inn á framleiðslusvið eins og vélræn högun, nytjalist og formhönnun. Frjáls verkefni eins og tími vinnst til.
8. bekkur - HÖNNUN OG SMÍÐI
Kennsluhættir
Hugmyndabanki er í kennslustofunni þar sem finna má hugmyndir að verkefnum og verkþáttum sem sýna hvernig vinna má  margskonar hluti úr mismunandi  efnum. Margvísleg sýnishorn af fullunnum verkum eru til staðar í smíðastofunni. Kennari leggur valin  verkefni fyrir þar sem ákveðin verktækni er þjálfuð.
Lögð er áhersla á  verkefni sem nemendur hanna sjálfir og gera sér vinnuáætlun um  frá upphafi til enda. Nemandinn vinnur út frá hugmyndum sínum, útfærir þær  og fullgerir ( hugmynd, hönnun, útfærsla). Við framleiðslu lokaafurðar er ætlast til að nemandinn geti greint og skilið eðli vinnuferla svo sem notkunar viðeigandi verkfæra, beitingu þeirra og tengsla verkþátta í framvindu verklegrar vinnu.
Einnig verða nemendur að geta leitað fanga á Netinu, nýtt sér kveikjur úr umhverfi sínu og móta þær hugmyndir  með aðstoð kennara.
Nemendur hanna og útfæra verkefni sem þeir ráða við og hafa ánægju af að framkvæma.  Vinna má með mismunandi efni sem henta viðfangsefnum  s.s. smíðavið, leður, málm eða plast.
Í 8. bekk  smíða nemendur klukku þar sem í því verkefni er komið inn á framleiðslusvið eins og vélræn högun, nytjalist og formhönnun. Frjáls verkefni eins og tími vinnst til.

9. og 10. bekkur - HÖNNUN OG SMÍÐI - VAL
Valgrein - 2 st. (allan veturinn)
Lögð er áhersla á  verkefni sem nemendur hanna sjálfir og gera sér vinnuáætlun um  frá upphafi til enda. Nemandinn vinnur út frá hugmyndum sínum, útfærir þær og fullgerir. Hann hannar og útfærir verkefni sem hann ræður við og hefur ánægju af. Vinna má með mismunandi efni sem henta viðfangsefnum  s.s. smíðavið, leður, málm eða plast. Kennari leggur valin verkefni fyrir þar sem ákveðin verktækni er þjálfuð. Í 10. bekk er gert ráð fyrir nokkrum sveigjanleika í verkefnavali.