Skip to content

Samvera á yngsta stigi

Í dag komu allir bekkir á yngsta stigi saman í samverustund á sal, en samvera er í hverri viku allan veturinn og bekkir/hópar sjá um atriði sem þeir sýna. Í dag sá 1. bekkur um atriði þar sem þeir lásu brot úr sögu sem þeir voru búnir að myndskreyta og voru myndirnar þeirra sýndar á bak við þau á meðan þau lásu. Það var ekki annað hægt en að dáðst að þessum frábæru krökkum.