Skip to content

Reykir 2019

Sjöundi bekkur fór í skólabúðir á Reyki í síðustu viku og átti alveg frábæra viku. Dalskóli í Úlfarsárdal var á sama tíma og voru þetta þá um 105 nemendur í Reykjaskóla þessa viku. Ýmislegt var brallað, nemendur fóru í kennslustundir á morgnanna og eftir hádegi. Kvöldvökur voru á kvöldin sem nemendur sáu sjálfir um. Diskótek, hárgreiðslukeppni drengja, frjáls tími í félagsmiðstöðinni og fleira skemmtilegt gerði það að verkum að vikan leið eins og skot. Veðrið var afar ljúft, nemendur fengu fimm máltíðir á dag og gistu svo á sinni heimavist. Nokkrar myndir frá ferðinni má finna undir Myndir-7. bekkur – Reykir, en foreldrar fá svo að sjá heimildarmynd um ferðina um miðjan mánuðinn.