Skip to content

Öskudagur 22. febrúar

Nú nálgast Öskudagur hratt.

Það verður skertur skóladagur í Langholtsskóla, við erum með dagskrá í stofum, sláum köttinn úr tunnunni og förum á ball þar sem hljómsveit skólans heldur uppi stuði.

1.- 4. bekkur mætir kl. 10:00 en húsið opnar að venju kl. 8:00. Dagskrá á yngsta stigi er lokið kl. 12:00 þá tekur við gæsla fyrir þá sem fara í frístund.

Nemendur sem koma snemma þurfa ða hafa með sér nesti því matur er ekki fyrr en 11:30.

5.-7. bekkur mætir kl. 9:00 og dagskrá líkur kl. 11.00

8.-10. bekkur mætir kl. 9:20 og dagskrá líkur kl. 11:20