Opinn fundur skólaráðs á morgun kl. 16:00 – 17:15

OPINN FUNDUR SKÓLARÁÐS LANGHOLTSSKÓLA – Í SAL SKÓLANS MIÐVIKUDAGINN 26. APRÍL KL. 16.00-17.15
Skólaráði er ætlað að halda einn opinn fund á ári hverju. Skólaráð er skipað tveimur fulltrúum foreldra, tveimur nemendum, tveimur kennurum, einum almennum starfsmanni, fulltrúa grenndarsamfélagsins (nú Þróttheimum) og skólastjóra.
Dagskrá
- Stuttur inngangur skólastjóra – um skólann – fjölda – stöðu húsnæðismála o.s.frv.
- Fyrirspurnir og almennar umræður um hvaðeina sem við kemur skólastarfinu. (Skv. reglum um skólaráð fjallar það ekki um persónuleg málefni einstaklinga, hvorki nemenda, foreldra né starfsmanna skólans).
- Umræður í sal – leikur okkur með gula og græna miða: Hverjir eru styrkleikar Langholtsskóla og hvað má betur fara? Niðurstaða skráð
- Verið hjartanlega velkomin
Kaffi, vatn og kleinur á boðstólum.
Með bestu kveðjum
Hreiðar