Skip to content

Ólympíuhlaup ÍSÍ

Nemendur og starfsfólk Langholtsskóla hlupu hið árlega Ólympíuhlaup ÍSÍ í morgun. Hlaupnir voru 1-4 hringir í Laugardalnum, mest 10 kílómetrar. Þó nokkuð margir nemendur og starfsmenn hlupu 10 km og aðrir minna. Hlaupið var í kapp við veðurspána með sólskini á köflum en hlaupinu lauk áður en brast á með roki og rigningu.