Skip to content

Nýir nemendur skoða skólann

Við fengum hóp af ofurkrúttum í heimsókn í vikunni. Þar voru á ferð elstu nemendurnir á leikskólanum sem stefna á að koma til okkar næsta haust. Þau hittu Hreiðar skólastjóra sem spjallaði við þau og sýndi þeim skólann. Það verður spennandi að hitta þessa flottu krakka í ágúst.