Um vorverkefni í 10. bekk

Vorverkefni í 10. bekk koma í stað bóknáms síðustu tvær vikurnar í maí. Þá vinna nemendur að sjálfstæðum verkefnum í litlum hópum. Markmiðið er að njóta og skapa og koma nemendur sjálfir með tillögur að flestum verkefnanna. Þeir vinna svo að þeim með leiðsögn kennara sem þeir hitta daglega. Allir hópar fá vinnumöppu með ýmsum gögnum, stofutöflum, blöðum til að gera vinnuplön og samninga, stundaskrám leiðsagnarkennara o.fl.

Vorið 2006 var í fyrsta skipti gerð tilraun með þessi verkefni. Árið 2007 varð þessi hugmynd orðin að formlegu þróunarverkefni.

Vorverkefnin eru sýnd og kynnt fyrir 8. og 9. bekkingum áður en skóla lýkur og fyrir foreldrum og forráðamönnum á útskriftarhátíð.

Vorverkefni 2008

Vorverkefni 2007

Vorverkefni 2006