Um starfið

Langholtsskólamódelið/deildarnámskrá
Sérdeildin starfar eftir skipulögðum vinnubrögðum og sækir hugmyndafræðina meðal annars til TEACCH líkansins sem er upprunnið Chapel Hill í Norður-Karolínu í Bandaríkjum (sjá nánar um TEACCH líkanið í deildarnámskrá).

Langholtsskólamódelið felur í sér:
• Skipulagt námsumhverfi
• Ytra skipulag og innra skipulag
• Einstaklingsnámskrá fyrir hvern nemanda
• Sjónrænt dagskipulag við hæfi hvers nemanda
• Stefnt að því að gera nemandann eins sjálfstæðan og mögulegt er
• Virkt foreldrasamstarf

Sérþekking kennara á einhverfu er skilyrði þess að góður árangur náist. 
Símenntun kennara er forsenda stöðugrar uppbyggingar í deildinni.
Lögð er áhersla á hreyfingu, að aðlaga nám að áhuga hvers nemanda og í því felst  námsefnisgerð.  Áhugahvöt nemandans og gleði er nýtt í námi og leik.  Nemendur sækja íþróttatíma með bekkjarfélögum en fá einnig auka íþróttatíma, fara í gönguferðir, á skauta, hjóla og í sund. Félagsfærni er alltaf verið að vinna með á öllum stöðum. Vettfangsferðir eru mikilvægar í námi nemandans til að læra viðeigandi hegðun og vera virkur samfélagsþegn.

Starfsfólk og nemendur sérdeildarinnar eru að taka þátt í Comeniusar verkefni.

Hér er hægt að skoða ítarlegarlegri upplýsingar um það.

Comeniusarverkefnið.