Skip to content

Næsta vika/Next week 23.-27. mars

Langholtsskóli 20.3. 2020


Kæru nemendur og foreldrar


Skólahaldið þessa vikuna hefur sannanlega verið með óhefðbundnu sniði. Nemendur mæta að jafnaði annan hvern dag nema í unglingadeild og þess er gætt að hópar blandist ekki.

Bent hefur verið á að mikilvægt sé að virða fjarlægðarmörk (2 metrar) eins og kostur er. Þótt það gildi ekki innan hverrar skólastofu er mikilvægt að gera það utan skólatíma. Því er ekki æskilegt að nemendahóparnir blandist utan skóla.


Starfið hefur gengið vonum framar þessa vikuna. Við þökkum það þeirri miklu samstöðu sem ríkir í hópi nemenda, foreldra og starfsmanna Langholtsskóla. Við erum öll í sama liði – „við erum almannavarnir“ – í baráttunni við að halda veirunni í skefjum.

Virðum leiðbeiningar almannavarna um fjarlægð milli manna, handþvott og spritt. Höldum áfram á sömu braut að gera okkar allra besta.

Dear students and parents

Next week in Langholtsskóli: March 23rd – 27th 2020
Dear students and parents Schooling this week has certainly been in an unconventional format. Students attend every other day except in the youth department (8th to 10th grade) and care is taken that groups will not mix.

It has been pointed out how important it is to respect distance limits (2 meters) between people as possible. Although it does not apply within the classroom, it is important to do so after school hours. It is therefore not desirable for the student groups to mix after school.

The job has progressed this week. We thank the great solidarity among students, parents and staff of Langholtsskóli. We are all in the same team – „we are civil defense“ – in the fight to keep the virus under control.

Respect the civil protection guidelines on distance between people, hand washing with soap and disinfect alcohol. Let´s keep on doing our very best.

Dagskrá næstu viku / Next week’s schedule

Bestu kveðjur / Best regards

Hreiðar Sigtryggsson skólastjóri/principa