Skip to content

Myndlistarskólinn – 5. bekkur

Fimmti bekkur er þessa dagana í heimsókn hjá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Þar taka kennarar skólans á móti þeim og bjóða upp á fjölbreyttar myndlistarsmiðjur. Markmiðið er að auka hæfni nemenda til að beita skapandi aðferðum við fjölbreytta verkefnavinnu og kynna vinnubrögð sem viðhöfð eru í myndlistarnámi. Nemendur fá að sjálfsögðu að vinna sín eigin verk og það eru engin takmörk fyrir hugmyndaflugi þeirra. Nokkrar myndir má sjá í myndasafni.