Mamma mía – Frumsýning, föstudagskvöldið 14. apríl

Um næstu helgi verður hátíð í bæ: Leikfélag Langholtsskóla kynnir söngleikinn Mamma Mía sem sýndur verður í sal skólans.
Mamma Mia er skemmtilegur söngleikur sem er byggður á lögum sænsku hljómsveitarinnar ABBA sem allir ættu að kannast við. Sagan fylgir hinni ungu Sophie sem býður þremur hugsanlegum feðrum sínum í brúðkaupið sitt, móður sinni til mikils ama, óviss um hver þeirra er í raun pabbi hennar.
Hópur nemenda í unglingadeild hefur séð um allan undirbúning, allt frá búningum yfir í dansa og sviðsmynd undir leiðsögn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur og Hörpu Stefánsdóttur.
Miðasala fer fram á Tix.is og aðeins hægt að finna viðburðinn með því að smella á slóðina hér fyrir neðana (einnig í viðhengi)
https://tix.is/is/event/15254/mamma-mia/
Miðaverð er 1000 kr. fyrir 12 ára og yngri – 2000 krónur fyrir eldri og fullorðna. Sjoppa verður á staðnum á vegum 10. bekkinga sem eru að safna fyrir útskriftarferðinni sinni í maí. Hægt verður að millifæra eða greiða með Aur-appinu. Hluti miðasölunnar er einnig fjáröflun fyrir 10. bekkjarferðina.
Frumsýning verður á föstudagskvöldið, 14. apríl
tvær sýningar á laugardag og sunnudag kl. 13 og 16 – nánar á tix.is og í viðhengjum.