Skip to content

Langholtsskóli vann Skrekk

Það getur alveg verið flókið að vera unglingur en það getur hjálpað að kunna “boðorðin 10”. Langholtsskóli vann Skrekk í Borgarleikhúsinu í kvöld með léttu og líflegu atriði og vá hvað krakkarnir voru flottir og glaðlegir á sviðinu. Það var líka svo gaman að geta farið með unglingahóp í áhorfendasæti – svo miklu skemmtilegra. Skrekkur er venjulega í nóvember þannig að þetta var eiginlega sigur í Skrekk 2020. Skipuleggjendur eiga heiður skilinn fyrir að takast að halda Skrekk þetta skólaárið.