Skip to content

Kökukeppni í 7. bekk

Í vikunni var árleg kökukeppni árgangsins. Þátttaka var góð því dómarar keppninnar, Hjalti Halldórsson og Harpa Stefánsdóttir kennarar í Langholtsskóla ásamt starfsmönnum Þróttheima, þurftu að velja úr 16 kökum sem var ekki einfalt en tókst að lokum.

Sigurvegarar:

„Besta kakan“:  Emelía Birta Birkisdóttir, Birna Clara Ragnarsdóttir og Dóra Björg Brynjudóttir.

Flottasta kakan“:  Karlotta Lúcía R. Elmarsdóttir.

Þróttheimakakan“:  Guðmann Brimar Bjarnason.

Siguruppskriftir í öllum árgöngum koma inn á síðuna í næstu viku.