Skip to content

Kaffi til styrktar Rauða krossinum

Auður og Dúa seldu kaffi og kleinur á foreldradaginn og allur ágóði af sölunni rann til Rauða krossins en þær stöllur vildu styrkja móttöku flóttamanna og völdu  að fara þessa leið.

Þess má geta að þetta verkefni er meistaraverkefni sem þær bjuggu til í Smiðju eftir að hafa lært um heimsmálin og stöðu flóttamanna í heiminum. Styrkurinn er 50 þúsund krónur. Frábært framtak hjá þessum flottu stelpum.