Um verkefnið og markmið þess
Verkefnið Útikennsla í túnfætinum í Langholtsskóla snýst um að efla útikennslu og nýta til þess nærumhverfi skólans. Aðaláhersla verkefnisins er að þjálfa nemendur í að njóta útiveru og bera umhyggju fyrir umhverfi sínu.
Í Aðalnámskrá grunnskóla í náttúrufræði og umhverfismennt segir meðal annars að “ það að flytja kennslu að einhverju leyti út fyrir veggi skólans, auðgi og styrki allt nám ásamt því að vera hollt bæði fyrir líkama og sál”.
Áherslur skólans á útikennslu er í fullu samræmi við Aðalnámskrá og þar sem við erum í Laugardalnum eigum við auðvelt með að stækka okkar kennslurými.
Áherslur skólans á útikennslu er í fullu samræmi við Aðalnámskrá og þar sem við erum í Laugardalnum eigum við auðvelt með að stækka okkar kennslurými.
Útikennsla einskorðast ekki við náttúrufræðikennslu heldur byggist hún að miklu leyti á samþættingu námsgreina, fjölgar námsleiðum og eykur kennslurými.
Markmið útkennslunnar er að :
Nemandi þjálfist í að nota öll skynfæri til að skynja og uppgötva umhverfi sitt.
Nemandinn læri að útbúa sig fyrir útiveru.
Nemandinn þjálfi félagsvitund sína með því að fara reglulega í heimsóknir á söfn, vinnustaði og menningarviðburði af ýmsum toga.
Auka þol og þrek
Nemandi þjálfist í að nota öll skynfæri til að skynja og uppgötva umhverfi sitt.
Nemandinn læri að útbúa sig fyrir útiveru.
Nemandinn þjálfi félagsvitund sína með því að fara reglulega í heimsóknir á söfn, vinnustaði og menningarviðburði af ýmsum toga.
Auka þol og þrek
Nemandinn lærir að:
Nota skynfæri sín með því að horfa, hlusta, lykta og snerta.
Bera umhyggju fyrir nánasta umhverfi sínu og skoða það í víðara samhengi.
Kynnast náttúru, sögu, byggð og umsvifum mannsins á ákveðnum svæðum.
Hvernig maðurinn hefur áhrif á umhverfi sitt.
Nota skynfæri sín með því að horfa, hlusta, lykta og snerta.
Bera umhyggju fyrir nánasta umhverfi sínu og skoða það í víðara samhengi.
Kynnast náttúru, sögu, byggð og umsvifum mannsins á ákveðnum svæðum.
Hvernig maðurinn hefur áhrif á umhverfi sitt.
Útikennsla getur nýst í öllum námsgreinum:
Stærðfræði – mælingar – talning- mynstur …..
Íslenska – lestur – tjáning – orðaforði – hlustun….
Trúarbragðafræði – samheldni – tillitsemi – kirkjur ….
Samfélagsfræði – heimsóknir á merka staði, vinnustaði, söfn ….
Náttúrufræði – greingar – áttirnar – veðurfar – dýralíf – gróður – landslag…
Eðlisvísindi – rannsóknir – ýmsar tilraunir – flóð – fjara…
Lífleikni – félagsvitund – samvinna…
List og verkgreinar – formfræði –byggingarlist – tónlist- hlustun – söngur……
Stærðfræði – mælingar – talning- mynstur …..
Íslenska – lestur – tjáning – orðaforði – hlustun….
Trúarbragðafræði – samheldni – tillitsemi – kirkjur ….
Samfélagsfræði – heimsóknir á merka staði, vinnustaði, söfn ….
Náttúrufræði – greingar – áttirnar – veðurfar – dýralíf – gróður – landslag…
Eðlisvísindi – rannsóknir – ýmsar tilraunir – flóð – fjara…
Lífleikni – félagsvitund – samvinna…
List og verkgreinar – formfræði –byggingarlist – tónlist- hlustun – söngur……
Verkefnabanki
Ratleikir sem nemendur hafa farið í
Hollusta og hreyfing - Teningaratleikur með spurningum tengdum hollustu og hreyfingu.
Risaeðlur - Teningaleikur í tengslum við risaeðluþema.
Málfræði - Ratleikur tekinn af leikjavef Ingvars Sigurgeirssonar.
Fiskar - Teningaleikur með spurningum tengdum fiskum.
Fuglar - Ratleikur og verkefni þar sem unnið er með fugla.
Ýmsar námsgreinar - Ratleikur í tengslum við námsefni 4. bekkjar í stærðfræði, íslensku, kristinfræði og himingeimnum.
Enska og náttúrufræði, íslenska og landafræði Teningaratleikur,spurningar.
Enska og náttúrufræði, íslenska og landafræði Teningaratleikur,spurningar.
Önnur verkefni unnin af nemum í framhaldsnámi:
Skólalóðin - Hvernig hægt er að nýta skólalóðina undir hin ýmsu verkefni s.s. ratleiki, útivistar- og íþróttadag o.fl.
Fuglar - Ratleikur og verkefni þar sem unnið er með fugla.
Hugtakakort - Útskýring á því hvernig námsgreinar samþættast í útikennslu.

