Skip to content

Námsmat

  • Í Langholtsskóla er leitast við að hafa námsmat fjölbreytt. Markmiðið er að vægi prófa fari minnkandi og vinna nemenda verði metin jafnt og þétt. Áhersla hefur á síðustu misserum færst yfir á leiðsagnarmat og er það birt á Mentor.  Þannig teljum við að komið verði til móts við einstaklingsmiðað nám. Námsmatið lýtur að samvinnu kennara, nemenda og foreldra og að deila reynslu og þekkingu.
  • Hlutverk kennara er að gera nemendur ábyrga fyrir eigin námi, markmiðssetningu og vinnulagi. Í upphafi námsannar þurfa nemendur að vita hvernig metið er og hvað, hvort sem um ræðir; próf, sjálfsmat, jafningjamat, kennaramat og foreldramat eða sambland af þessu öllu. Fjölbreytt námsmat stuðlar að því að heildstæð mynd fáist af þekkingu, færni og framförum hvers og eins.