IMG
10154649465318187 1772657498 o

Mentor

Matseðill

Skóladagatal

Sjóferð

Nemendur í 6.bekk fóru í sjóferð um Faxaflóann í svölu en fallegu veðri í boði Faxaflóahafna. Ferðin heppnaðist með miklum ágætum og voru nemendurnir sér og skólanum til fyrirmyndar. Þau fengu fræðslu um dýralífið í sjónum og sömuleiðis sögulega kynningu á öllu því fallega sem Faxaflóinn hefur upp á að bjóða. Hver getur t.d. svarað því hvað fýllinn gerir þegar einhver nálgast hreiðrið hans? Jú, hann gubbar á viðkomandi. Þetta og meira til fengu krakkarnir fræðslu um og nutu þau sömuleiðis að öldugangur var nokkur og komu því nokkrir blautir og sælir til baka úr sjóferðinni. Ferðin endaði með því að krakkarnir snæddu nesti á Ingólfstorgi áður en haldið var heim á leið.

{igallery id=4452|cid=344|pid=3|type=category|children=0|addlinks=0|tags=|limit=0}

Kjalnesinga saga

Nemendur í 9. bekki fóru á dögunum á slóðir Kjalnesingasögu eftir að hafa lesið söguna. Ferðin er uppskeru og upptökuferð fyrir kvikmyndun eftirminnilegra atvika í Kjalnesingasögu.

{igallery id=7680|cid=343|pid=3|type=category|children=0|addlinks=0|tags=|limit=0}

Útiíþróttir í vor

Útiíþróttir í 5.-10.bekkjum byrja mánudaginn 25. apríl. Aðeins föstudagsíþróttatímar í TBR verða innanhúss. Það skipulag verður til skólaloka. 

Útiíþróttatímar í 1.- 4. bekkjum byrja mánudaginn 2. maí. 

Fleiri greinar...