Hringekja á miðstigi

Síðustu sjö þriðjudaga hefur miðstig brotið hefðbundna kennslu upp og verið með hringekju. Þar blandast allir þrír árgangarnir saman og fara á mismunandi stöðvar í hverri viku. Þemað í hringekju að þessu sinni var árið 1918 og á einni stöðinni var Kötlugosið tekið fyrir. Kennararnir gerðu sér lítið fyrir og hafa líkt eftir eldgosi í öllum tímum með aðstoð nemenda.