Foreldrarölt

Það hefur skapast sú hefð að foreldrar barna í skólanum, gangi um hverfið á föstudagskvöldum á veturna. Veturinn 2014-2015 er fyrirkomulagið með því sniði til reynslu að foreldrar elstu fjögurra árganganna annist röltið. Áður var hefðin sú að allir foreldrar í skólanum voru þátttakendur í röltinu óháð aldri barna þeirra.

Bekkjarfulltrúar eru ábyrgir fyrir að boða foreldra í röltið en hver árgangur er ábyrgur fyrir rölti þrjá föstudaga í röð tvisvar yfir veturinn.


Foreldrar hittast kl. 22:00 við 10-11 Glæsibæ. Þar eru geymd endurskinsvesti og dagbók þar sem skráð er hverjir rölta, hvert gengið var og ef eitthvað hefur verið tilefni til viðbragða, svo sem ef þurft hefur að kalla til lögreglu eða hafa samband við foreldra.

 

Annan hvern föstudag er opið í Þróttheimum til kl. 22 og þá er upplagt að kíkja við þar og heilsa upp á krakkana. Gott er líka að kíkja við á leikskólalóðum, á Langholtsskólalóðinni, í bílastæðahúsinu við Glæsibæ, gott er að rölta göngustíginn meðfram Álfheimablokkunum, ganga um Skeifuna og aðra staði þar sem vitað er að krakkar halda til eða hópa sig saman. Foreldrar í Vogaskóla fara líka Skeifuna og hefur það sammæli náðst með foreldrafélögunum að foreldrar beggja skóla gangi um Skeifuna og mikilvægt er að koma við í Hagkaup vegna sólarhringsopnunarinnar. Ákveðið hefur verið að skipta hverfunum á milli Vogaskóla og Langholtsskóla við Álfheima, þannig að foreldrar í Langholtsskóla gangi Álfheimana en Vogaskólaforeldrar austan við þá. 

Fínt er til að rölta í c.a 1,5 - 2 tíma og sjálfsagt að skipta hópnum upp ef margir mæta.  Það er um að gera að mæta á reiðhjóli ef áhugi er að skoða stærra svæði !

Passa þarf upp á að skila endurskinsvestunum í 10-11 annað hvort að göngu lokinni eða fyrir næsta föstudagskvöld og skrifa smá skýrslu í dagbókina.

Vakni einhverjar spurningar varðandi röltið er hægt að hafa samband við Þóru (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.)  eða Stellu (This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).  

Upplagt er að flytja fréttir af rölti hvers kvölds inn á facebook síðu Foreldrafélags Langholtsskóla og koma ábendingum á framfæri.

 

Gagnlegar upplýsingar um foreldrarölt er að finna á vef lögreglunnar.