Góður árangur á skákmóti

Á dögunum tóku nokkrir nemendur úr 1. -3. bekk þátt í Íslandsmóti Barnaskólasveita í skák.  Alls tóku 41 lið þátt á mótinu og var líf og fjör á mótsstað. Strákarnir úr Langholtsskóla voru virkilega áberandi, en mættu þeir allir í rauðu og sumir hverjir búnir að spreyja hárið rautt.

A-sveitin lenti í 10. sæti. B-sveit lenti í 6. sæti með 17,5 vinninga aðeins tveimur vinningum frá öðru sæti, liðin voru hnífjöfn í efstu sætum. Sveitin fékk verðlaun fyrir að vera efsta B-sveitin á mótinu.  C-sveitin lenti í 23. sæti. Krakkarnir fóru eftir öllum settum reglum og voru til fyrirmyndar á mótinu.

Frekari úrslit má sjá hér: .  http://chess-results.com/tnr417185.aspx?lan=1&art=63

 

Langholtsskóli A-sveit
1. Emil Kári
2. Sverrir Ragnar
3. Jakob Hjalti
4. Jonathan Victor
B-sveit
1. Kornel Nói
2. Arthur Wisetrit
3. Hrannar Jökull
4. Andri Jón Lárusson
C-sveit
1. Styrmir Búi
2. Húni Georg
3. Steinþór Páll
4. Þorgeir Örn
 Varamaður Loki Hlynsson