Skip to content

Gleðileg jól og farsælt komandi ár / Merry Christmas and a happy new year

Heil og sæl

Haustönnin hefur verið viðburðarrík eins og alltaf er í stórum skóla. Mörg frábær verkefni hafa séð dagsins ljós og viðfangsefni hversdagsins verið óteljandi. Við erum afar stolt af nemendum okkar  þeirri liðsheild sem við erum  í Langholtsskóla.  Hápunktur vetrarins til var að öðru ólöstuðu  afmælishátíðin í byrjun október þar sem allir lögðust á eitt að gera sem glæsilegasta og skapa minningu sem ylja mun um ókomin ár. Kærar þakkir til ykkar allra sem lögðu leið ykkar í Langholtsskóla til að fagna með okkur 70. ára afmæli skólans.

En það er ýmsilegt sem sem við gerum í desember

Desember hefst alltaf hátíðarkaffi þann 1. des. hjá nemendum að tilefni dagsins.

Við erum mikil jólabörn og klæðumst mörg hver einhverjum jólafötum af ýmsu tagi allan desember. Það eru ýmsar hefðir eins og 6. bekkur sér um jólaleikrit, hljómsveit skipuð kennurum skólans  spila fyrir dansi á jólaballinu, við förum í friðargöngu þar sem 10 bekkur gengur með kindla, erum með rauðan dag, tröppusöng og klippum og límum jólaskraut og jólagjafir.  Förum í jólagöngutúra, drekkum kakó í Kaffi Flóru og margt fleira.