Skip to content

Frjáls hreyfing í stað kyrrsetu í skólanum

Hér í Langholtsskóla erum við alltaf að leita leiða til að gera skólastarfið fjölbreyttara með liðan og nám nemenda að leiðarljósi. Kennarar í 6. bekk fengu inn í skólann líkamsræktartæki fyrir nemendur til að auka hreyfingu í skólastarfinu.

Einni skólastofunni hefur verið breytt úr hefðbundinni stofu í óhefðbundna. Búið er að koma þar fyrir ýmsum áhöldum eins og til dæmis skíðavél, hlaupabretti, þrekhjóli, rimlum, fimleikahringjum, kassa til að stíga eða hoppa upp á og niður, jógabolta,
dýnum og teygjum.

Hreyfingin í óhefðbundnu stofunni er alveg frjáls þegar vinna nemenda er einstaklingsbundin, þeir ákveða hvort og hvenær þeir standa upp og hreyfa sig.

Sjá fétt um verkefnið:

https://view.publitas.com/langholtsskoli-1/frett/page/1

____________________________________

MÍLAN

Auk þess að taka inn líkamsræktartæki var ákveðið að taka þátt í verkefninu The daily mile, þar sem allir 700 nemendur skólans fara út a.m.k 3 í viku með kennara og ganga eina mílu sem tekur ca. 15- 20 mínútur. Þessi viðbótarhreyfing hefur mælst vel fyrir á öllum skólastigum.

Sjá heimasíðu verkefnisins: