Friðargangan

Í morgun lagði hin árlega friðarganga af stað frá Langholtsskóla. Eldri bekkir leiddu þá yngri í göngunni um dalinn, en gengið var um Laugardalinn og til baka. Þegar að skólanum var komið mynduðu allir nemendur skólans friðarmerkið og sungu saman lagið Hugsa um himnaríki (Imagine eftir John Lennon). Að lokinni göngu héldu allir í sínar heimastofur. Nokkrar myndir má sjá í myndasafni.