03 des'18

Fyrsti desember

Fyrsti desember er alltaf haldinn hátíðlegur í Langholtsskóla. Nemendur í hverjum árgangi komu með kræsingar á hlaðborð sem allir gæddu sér á í tilefni dagsins. Það var nóg um að vera þennan dag og er skólinn óðum að komast í jólabúning.

Nánar
28 nóv'18

Hringekja á miðstigi

Síðustu sjö þriðjudaga hefur miðstig brotið hefðbundna kennslu upp og verið með hringekju. Þar blandast allir þrír árgangarnir saman og fara á mismunandi stöðvar í hverri viku. Þemað í hringekju að þessu sinni var árið 1918 og á einni stöðinni var Kötlugosið tekið fyrir. Kennararnir gerðu sér lítið fyrir og hafa líkt eftir eldgosi í…

Nánar
18 nóv'18

Dagur íslenskrar tungu

Föstudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Allir árgangar unnu með daginn á einhvern hátt. Til dæmis fékk fyrsti bekkur ásamt leikskólunum í hverfinu fræðslu á sal um Jónas Hallgrímsson og unglingadeildin vann verkefni um íslensk tónskáld. Hér má sjá myndir frá verkefninu sem unnið var í unglingadeild.

Nánar
16 nóv'18

Vefurinn hennar Karlottu

Fimmti bekkur hefur undanfarnar vikur verið að lesa bókina Vefurinn hennar Karlottu og unnið ýmis verkefni úr henni. Lokaverkefnið var heimaverkefni fjölskyldunnar þar sem átti að föndra könguló með frjálsri aðferð og koma með í skólann. Eins og sjá má á myndunum var afraksturinn fjölbreyttur.

Nánar
16 nóv'18

Þegar nemendum er ekið í skólann

Við viljum minna foreldra og forráðamenn á að sleppa börnum út á öruggum stöðum þegar þeim er ekið í skólann. Það skapar hættu þegar börnin skjótast á milli bíla og stundum þvert yfir bílastæðið. Ekki má gleyma endurskinsmerkjum. Sjá nánar HÉR.

Nánar
14 nóv'18

Heimsókn í FÁ

Nemendur í 10. bekk fóru í heimsókn í Fjölbrautarskólann við Ármúla í gær.  Boðið var upp á morgunverðarfund þar sem skólinn var kynntur, námsframboð, félagslíf og fleira. Í lokin var gengið um skólann og hann skoðaður.

Nánar
13 nóv'18

Úrslit í Skrekk

Þá eru úrslitin ráðin í Skrekk. Árbæjarskóli var í 1. sæti, LANGHOLTSSKÓLI Í 2. SÆTI og Seljaskóli í því þriðja. Frábær endir á góðu kvöldi. Til hamingju allir!

Nánar
12 nóv'18

SKREKKUR – ÚRSLIT

Úrslitin í Skrekk eru í Borgarleikhúsinu í kvöld klukkan 20:05. Við hvetjum alla til að horfa á viðburðinn í beinni útsýningu á RÚV. Gangi ykkur vel og áfram Langó!

Nánar
09 nóv'18

Dagur gegn einelti

Áttundi nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum. Jákvæð samskipti eru í fyrirrúmi þennan dag og allir hvattir til að standa saman gegn einelti. Í Langholtsskóla voru vinabekkir myndaðir þar sem yngri og eldri bekkir hittust og unnu alls konar verkefni tengd vináttu.

Nánar
07 nóv'18

Skrekkur – Langholtsskóli komst áfram

Í gærkvöldi keppti Langholtsskóli í undanúrslitum í Skrekk og komumst við, ásamt Seljaskóla, í úrslit. Frábær árangur hjá krökkunum! Úrslitakvöldið fer fram þann 12. nóvember og það verður spennandi að sjá hver ber sigur úr býtum. HÉR má sjá facebook síðu Skrekks og nánari upplýsingar.

Nánar