12 apr'19

Skóladagatal 2019-2020

Skóladagatal næsta skólaárs er komið á síðuna. Dagatalið má finna undir Skólinn – skipulag og hér að neðan. SKÓLADAGATAL 2019-2020

Nánar
10 apr'19

Rithöfundur í heimsókn

Í morgun kom Kristín Helga í heimsókn á samtíma hjá yngsta stigi. Hún las upp úr bók sinni Fíasól gefst aldrei upp við mikla lukku nemenda. Það er alltaf gaman að fá höfunda í heimsókn og sjá hvað nemendur hafa gaman af upplestri þeirra.

Nánar
08 apr'19

Árshátíðarvika

Árshátíðin í unglingadeild verður fimmtudaginn 11. apríl. Nemendur í unglingadeild mæta í skólann kl. 9.50 á föstudeginum Klæðnaður á mið- og unglingastigi: Mánudagur – íþróttaföt Þriðjudagur – einlit föt Miðvikudagur – gulur dagur Fimmtudagur – íslenskt þema Föstudagur – spariföt. Árshátíðardagur 1.-7. bekkjar á föstudaginn Skóladagurinn á miðstigi hefst klukkan 8:30 og lýkur klukkan 11:10…

Nánar
02 apr'19

Eineltiskönnun

Langholtsskóli hefur verið þátttakandi í Olweusaráætlun gegn einelti síðan árið 2002. Í nóvember ár hvert er eineltiskönnun lögð fyrir nemendur í 5. – 10. bekk. Markmið könnunarinnar er að greina líðan nemenda og mögulegt einelti. Auk þess veitir könnunin ýmsar fleiri upplýsingar sem tengjast skólastarfinu. HÉR má sjá helstu niðurstöður. Niðurstöðurnar eru einnig aðgengilegar undir…

Nánar
29 mar'19

Blár dagur

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn 2. apríl ár hvert. Við í Langholtsskóla ætlum að sjálfsögðu að taka þátt í þessum frábæra degi og hvetjum alla að mæta í einhverju bláu næsta þriðjudag. Þennan sama dag er einnig dagur barnabókarinnar, en hann ber upp á sama degi og fæðingardag H.C. Andersen. Dagurinn er haldinn hátíðlegur með…

Nánar
28 mar'19

Þemadagar

Nú er þemadögum lokið í Langholtsskóla. Þemað var sjálfbærni og unnið með það á ýmsan hátt. Nemendur fræddust um orðið sjálfbærni og ræddu um hvað þeir gætu gert til að gera heiminn að betri stað. Sem dæmi um verkefni má nefna sokkabrúðugerð, kröfuspjöld, bolagerð og margt fleira. (Myndir verða settar í myndasafn um leið og…

Nánar
26 mar'19

Pangea

Úrslit í Pangea stærðfræðikeppninni fór fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð um helgina. Alls tóku 86 nemendur þátt en 3.352 nemendur frá 68 skólum tóku þátt í fyrri umferðum keppninnar. Fulltrúar Langholtsskóla í lokakeppninni stóðu sig með prýði, en það voru þau Stefán, Kristján, Steinar, Atli og Freyja.

Nánar
22 mar'19

Mitt hverfi – íbúakosning

Nú stendur yfir íbúakosning í Reykjavík þar sem íbúar geta sent inn hugmyndir að verkefnum og leiðum til að gera góð hverfi enn betri. Við hvetjum alla að fara inn á vefinn og kjósa með betri skólalóð.

Nánar
21 mar'19

Undur íslenskrar náttúru – 4. bekkur

Í síðustu viku var öllum í 4. bekk boðið á sýninguna Undur íslenskrar náttúru í Perlunni. Sýningin er að mörgu leyti gagnvirk og flest allt mátti snerta. Nemendur voru mjög áhugasamir og allir skemmtu sér vel.

Nánar
21 mar'19

Skólahreysti

Í gær var keppt í Skólahreysti í íþróttahúsinu Ásvöllum í Hafnarfirði. Fulltrúar Langholtsskóla voru Adrian, Davíð, Elísabet og Sigurbjörg, varamenn Farid og Ylfa. Þau stóðu sig að sjálfsögðu vel og lentu í 5. sæti. Að þessu sinni komst Laugalækjaskóli áfram og varð Réttarholtsskóli í 2. sæti. Til hamingju allir með góðan árangur!

Nánar