Skip to content
28 maí'20

Skólahreysti – 4.-5. sæti er okkar

Þau keppa í skólahreysti í dag kl 16.30. Engir áhorfendur en það verður bein útsending á RÚV. Jens Guðmundsson fer með trommur og trompet og verður eini stuðningsmaðurinn. Keppendurnir okkar stóðu sig vel og lentu í 4.-5. sæti.

Nánar
27 maí'20

Skólahljómsveit

Langónemendur úr 5.-9.bekk sem eru í Skólahljómsveit Austurbæjar komu fram sem blásarahópur á samveru yngsta stigs í morgun.

Nánar
26 maí'20

Nýir nemendur skoða skólann

Við fengum hóp af ofurkrúttum í heimsókn í vikunni. Þar voru á ferð elstu nemendurnir á leikskólanum sem stefna á að koma til okkar næsta haust. Þau hittu Hreiðar skólastjóra sem spjallaði við þau og sýndi þeim skólann. Það verður spennandi að hitta þessa flottu krakka í ágúst.

Nánar
25 maí'20

Stóra upplestrarkeppnin

Fulltrúar Langholtsskóla þau Katrín, Katla og Sigtryggur stóðu sig mjög vel í Stóru upplestarkeppninni í ár. Upplýsingar um keppnina http://upplestur.hafnarfjordur.is/keppnin-i-ar/

Nánar
19 maí'20

Sjóræningjar í Langholtsskóla

Þessir sjóræningjar á myndunum eru úr 2. bekk. Þeir hafa verið að vinna sjóræningja þema undanfarið og lokaverkefnið var fjársjóðsleit á skólalóðinni. Allir fundu fjársjóðskistur með súkkulaðimolum í.

Nánar
15 maí'20

100 daga hátíð í 2. bekk

29. febrúar var hundraðasti skóladagurinn skólaárið 2019-2020 og því gerðum við í öðrum bekk okkur dagamun. Við höfðum stöðvavinnu þar sem nemendur unnu í 100 sekúndur á hverri stöð ýmis skemmtileg verkefni s.s. armbeygjur, halda blöðru á lofti, halda bók á höfði, finna hundrað vini og fleira. Að lokum var þagnarbindindi í 100 sekúndur áður…

Nánar
14 maí'20

Alþjóðlegi tungumáladagurinn í febrúar

Alþjóðlegi tungumáladagurinn var 21. febrúar og við í 2. bekk tókum þátt í honum eins og okkur er von og vísan. Í bekknum eru töluð 14 tungumál og útbjuggu nemendur tugatölurnar á öllum þessum tungumálum sem límd voru í tröppur skólans þar sem fjöldi nemenda,stafsmenn og aðrir ganga um á hverjum degi.  Einnig gerðu nemendur…

Nánar
05 maí'20

Innritun í framhaldsskóla

Miðvikudaginn 6. maí hefst lokainnritun fyrir þá sem útskrifast úr grunnskólum vorið 2020 og stendur hún til 10. júní. Hafi val nemenda, sem tóku þátt í forinnritun, ekki breyst áður en lokainnritun lýkur gildir, sú umsókn sem þeir settu inn á forinnritunartímabilinu. Innritun eldri nemenda lýkur 31. maí. Nánari upplýsingar um innritun má finna hér: https://bit.ly/2WnfgtS

Nánar
03 maí'20

Skólastarf frá 5. maí

Heilir og sælir kæru nemendur og foreldrar Í Langholtsskóla Gleðilegt sumar og bestu þakkir fyrir veturinn. Sérstakar þakkir fyrir skilning og samhug á breyttu skólastarfi undanfarnar vikur vegna Covid-19 faraldursins. FRÁ OG MEÐ ÞRIÐJUDEGINUM 5. MAÍ verður skólastarf með hefðbundnum hætti samkvæmt stundaskrá. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur sent póst til allra foreldra varðandi afléttingu…

Nánar