22 feb'19

Vetrarleyfi – Winter vacation – ferie zimowe

Kæru foreldrar/forráðamenn. Vetrarfrí verður í öllum grunnskólum borgarinnar 25. og 26. febrúar.. Dear parents/guardians. We will have a winter vacation in all the elementary schools in Reykjavík on 25th and 26th of February. Njótið leyfisins. Enjoy the vacation.  Milego wypoczynku. Bestu kveðjur/best wishes/pozdrowienie Hreiðar Sigtryggsson Skólastjóri/princpal/rector    

Nánar
19 feb'19

Val á miðstigi – 2

Hér má sjá mynd úr valinu Ungur nemur gamall temur. Hópurinn heimsótti heimilisfólkið á Laugaskjóli sem er staðsett á Laugarásveginum. Þar spjölluðum við saman, nokkrar stúlkur sungu, spilað var á píanó, lesnar fréttir og boðið upp á naglalökkun! Fleiri myndir í myndasafni.

Nánar
15 feb'19

Mælingar í 5. bekk

Fimmti bekkur er að vinna með mælingar þessa dagana í stærðfræði, nattúrurfræði og samfélagsfræði. Þau voru að kanna hve marga nemendur þyrfti til að mynda lengdina á fullvaxinni steypireyði. Það er skemmtilegt að segja frá því að það þurfti 20 nemendur og 1 kennara til að mynda lengdina.

Nánar
13 feb'19

Val á miðstigi

Í gær byrjaði val á miðstigi. Nemendur gátu valið um ýmislegt, m.a. tæknilego, goð og garpa, útivist, spil og margt fleira. Fyrstu tímarnir gengu vel en valið verður næstu 6 þriðjudaga. Nokkrar myndir má sjá í myndasafni.

Nánar
11 feb'19

Framhaldsskólakynningar

Hér að neðan má finna glærukynningu á öllum framhaldsskólum landsins, lista yfir opin hús í framhaldsskólum og tengil á innritunarsíðu. Glærukynning á framhaldsskólum Við lok skólagöngu í 10. bekk – Hvað tekur við?  Yfirlit yfir opin hús Innritun í framhaldsskóla 

Nánar
28 jan'19

Foreldraviðtöl og myndatökur

Foreldraviðtöl verða 5. febrúar næstkomandi. Opnað verður fyrir skráningu í Mentor þann 30. janúar. Myndatökur verða í 1. 4. 7. og 10. bekkjum, 7. og 8. febrúar.    

Nánar
22 jan'19

Sjötti bekkur á flakki

Sjötti bekkur í Langholtsskóla fór í ferð 21. janúar í Hólavallagarð og á Landsbókasafn. Þorsteinn Þórhallsson, sagnfræðingur fræddi nemendur um sögu kirjkjugarðsins og nokkra merkismenn sem þar liggja, Jón Sigurðsson, Þorsteinn Erlingsson, Sigurður Breiðfjörð og Ingibjörg H. Bjarnason. Þorsteinn sýndi nemendum leiði Guðrúnar Oddsdóttur sem var sú fyrsta sem var grafin í garðinum og vakir yfir honum.…

Nánar
22 jan'19

Vísindavaka

Áttundi bekkur hefur haft í nógu að snúast síðustu daga. M.a. má nefna vísindavöku sem nemendur héldu fyrir yngri bekki skólans. Þar voru þeir búnir að undirbúa efnafræðitilraunir sem voru síðan framkvæmdar fyrir framan yngri krakkana. Einnig heimsótti 8. bekkur Árbæjarsafn þar sem þau fræddust um hjáverk kvenna fyrr á árum.

Nánar
16 jan'19

Náttúrufræði í 5. bekk

Í dag byrjaði 5. bekkur með náttúrufræðihringekju og að venju eru viðfangsefnin fjölbreytt. Í dag kynntust nemendur m.a. mors-stafrófinu. Á myndinni má sjá nemanda senda skilaboð á mors stafrófi, og þeir sem inni eru reyna að ráða í þau.

Nánar
08 jan'19

Lestrarátak Ævars

Síðasta lestrarátak Ævars vísindamanns er farið af stað. Það byrjaði þann 1. janúar og lýkur 1. mars. Við hvetjum alla til að kynna sér málið og taka þátt. Sá skóli sem les hlutfallslega mest verður í næstu bók Ævars þannig að það er til mikils að vinna. Lestrarmiða má fá á bókasafni skólans en einnig…

Nánar