Fréttir - Langholtsskóli
07 des'18

3. EÍ í göngutúr

Í morgun fór 3. EÍ í göngutúr um hverfið að skoða jólaljósin. Göngutúrinn tókst vel og veðrið var gott. Hér má sjá hópmynd af þessum flottu krökkum.

Nánar
07 des'18

Upplestur á miðstigi

Hjalti Halldórsson las upp úr bók sinni Draumurinn fyrir miðstig í morgun. Þetta er önnur bók Hjalta en fyrri bók hans, Af hverju ég?, kom út fyrir síðustu jól. Upplesturinn tókst greinilega vel því það voru margir sem lögðu leið sína á bókasafnið eftir samveru og spurðu um bókina.

Nánar
05 des'18

2. AÞP í bæjarferð

Í gær skellti 2. AÞP sér í menningarferð í miðbæinn. Helstu kennileiti bæjarins voru skoðuð, m.a. Alþingi og Stjórnarráð Íslands. Hópurinn gekk um bæinn og naut þess að skoða jólaljósin í fyrsta almenniglega snjó vetrarins.

Nánar
03 des'18

Fyrsti desember

Fyrsti desember er alltaf haldinn hátíðlegur í Langholtsskóla. Nemendur í hverjum árgangi komu með kræsingar á hlaðborð sem allir gæddu sér á í tilefni dagsins. Það var nóg um að vera þennan dag og er skólinn óðum að komast í jólabúning.

Nánar
28 nóv'18

Hringekja á miðstigi

Síðustu sjö þriðjudaga hefur miðstig brotið hefðbundna kennslu upp og verið með hringekju. Þar blandast allir þrír árgangarnir saman og fara á mismunandi stöðvar í hverri viku. Þemað í hringekju að þessu sinni var árið 1918 og á einni stöðinni var Kötlugosið tekið fyrir. Kennararnir gerðu sér lítið fyrir og hafa líkt eftir eldgosi í…

Nánar
18 nóv'18

Dagur íslenskrar tungu

Föstudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Allir árgangar unnu með daginn á einhvern hátt. Til dæmis fékk fyrsti bekkur ásamt leikskólunum í hverfinu fræðslu á sal um Jónas Hallgrímsson og unglingadeildin vann verkefni um íslensk tónskáld. Hér má sjá myndir frá verkefninu sem unnið var í unglingadeild.

Nánar
16 nóv'18

Vefurinn hennar Karlottu

Fimmti bekkur hefur undanfarnar vikur verið að lesa bókina Vefurinn hennar Karlottu og unnið ýmis verkefni úr henni. Lokaverkefnið var heimaverkefni fjölskyldunnar þar sem átti að föndra könguló með frjálsri aðferð og koma með í skólann. Eins og sjá má á myndunum var afraksturinn fjölbreyttur.

Nánar
16 nóv'18

Þegar nemendum er ekið í skólann

Við viljum minna foreldra og forráðamenn á að sleppa börnum út á öruggum stöðum þegar þeim er ekið í skólann. Það skapar hættu þegar börnin skjótast á milli bíla og stundum þvert yfir bílastæðið. Ekki má gleyma endurskinsmerkjum. Sjá nánar HÉR.

Nánar
14 nóv'18

Heimsókn í FÁ

Nemendur í 10. bekk fóru í heimsókn í Fjölbrautarskólann við Ármúla í gær.  Boðið var upp á morgunverðarfund þar sem skólinn var kynntur, námsframboð, félagslíf og fleira. Í lokin var gengið um skólann og hann skoðaður.

Nánar
13 nóv'18

Úrslit í Skrekk

Þá eru úrslitin ráðin í Skrekk. Árbæjarskóli var í 1. sæti, LANGHOLTSSKÓLI Í 2. SÆTI og Seljaskóli í því þriðja. Frábær endir á góðu kvöldi. Til hamingju allir!

Nánar