Skip to content
09 des'19

Óveður – Storm

Gefin hefur verið út appelsínugul viðvörun vegna óveðursins sem spáð er. Foreldrar og forráðamenn barna eru beðnir um að sækja börn sín strax að skóladegi loknum til að tryggt sé að allir, börn, foreldar og starfsfólk geti náð heim til sín áður en veðrið skellur á.HÉR má sjá tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Schools and leisure activities in…

Nánar
04 des'19

Upplestur

Í morgun kom rithöfundurinn Bergrún Íris og las upp fyrir yngsta stig. Hún las upp úr bók sinni Lang elstur að eilífu sem vakti mikla lukku hjá nemendum. Það er alltaf gaman að fá rithöfunda í heimsókn en við erum svo heppin að hafa fengð til okkar margar góðar rithöfundaheimsóknir nú fyrir jól.

Nánar
29 nóv'19
Frá vinstri: Sindri, Jakob Hjalti, Emil Kári, Ágúst Már, Sverrir Ragnar, Hrannar. Þjálfari: Kristófer Gautason

Efnilegir skákmenn

Nemendur Langholtsskóla stóðu sig vel á jólamóti TR í liðakeppni í skák. Tók Langholtsskóli þátt í 1.-3. og 4.-7. bekkjarflokknum.  Allir þessir nemendur stóðu sig með mikilli prýði og höfðu gaman af. 1.-3. bekkur Matthías Leví Atlason 3. ÓJJ Þorsteinn Phuc Trong Phan 3. AÞP Jökull Þór Sveinsson 2. SÁ Starkaður Sveinsson 2 Úrslit: https://chess-results.com/tnr492022.aspx?lan=1&art=0…

Nánar
27 nóv'19

Upplestur

Í morgun kom rithöfundurinn Bjarni Fritz að lesa upp úr bók sinni Orri óstöðvandi – hefnd glæponanna. Hann las fyrir yngsta stig, en fyrr í mánuðinum hafði hann líka komið og lesið fyrir miðstigið. Upplesturinn vakti mikla lukku og ánægju hjá nemendum.

Nánar
26 nóv'19

Laugardalsleikarnir

Sjöundu Laugardalsleikar unglinga í Langholts-, Laugalækjar- og Vogaskóla fóru fram í liðinni viku. Unglingarnir kepptu að vanda í hóp- og einstaklingsíþróttum og fjölbreyttum þrautum. Um kvöldið var sameiginlegt ball þar sem tilkynnt var um úrslit dagsins. Langholtsskóli fór með sigur á Laugardalsleikunum þetta árið. Nokkrar myndir frá deginum má sjá undir myndir hér á síðunni.

Nánar
21 nóv'19

Viðburðir á vegum foreldrafélagsins

Hér að neðan má sjá helstu viðburði sem foreldrafélagið stendur fyrir og hver aðkoma bekkjarfulltrúa er í þeim. Skjalið má einnig finna undir Foreldrar – Foreldrafélag. VIÐBURÐIR

Nánar
18 nóv'19

Fræðsla um fjölmenningu

Sðastliðinn fimmtudag var boðið var upp á fræðslu og samræður um ýmislegt sem viðkemur fjölmenningu og hindrunum sem minnihlutahópar standa frammi fyrir. Rætt var um leiðir til að auðvelda tengslamyndun og aðlögun að íslensku samfélagi og hvert hlutverk foreldra er í því. Hjálagðar eru glærur af fræðslufundinum í síðustu viku fyrir ykkur til að skoða.…

Nánar
18 nóv'19

Dagur íslenskrar tungu

Nemendur og kennarar í 1.bekk tóku á móti elstu deildum leikskólanna í hverfinu í dag (Brákarborg, Sunnuás og Vinagarði). Hópurinn fékk fræðslu um Jónas Hallgrímsson í tilefni afmæli hans og Degi íslenskrar tungu þann 16.nóvember. Einnig stigu allir hópar á svið og sungu lag eða fóru með vísu hvert fyrir annað. Það er alltaf jafn…

Nánar
05 nóv'19

Laufabrauðsdagurinn færist til

Sú breyting hefur orðið að laufabrauðsdagur foreldrafélagsins verður haldinn laugardaginn 23. nóvember (ekki 30. eins og áður var gert ráð fyrir). Dagsetningin hefur verið uppfærð á skóladagatali.

Nánar