Skip to content
10 okt'19

Bleikur dagur

Bleiki dagurinn er á morgun föstudaginn 11. október en bleikur er baráttulitur októbermánaðar. Þennan dag hvetjum við alla nemendur til að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi.Njótum dagsins saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Nánar
08 okt'19

Foreldraviðtöl

Á morgun, 9. október er foreldradagur í Langholtsskóla, en þá mæta foreldrar/forráðamenn með nemendum til umsjónarkennara í stutt viðtal. Öll kennsla fellur niður þennan dag.

Nánar
30 sep'19

Útprentanlegur matseðill

Nú er hægt að prenta út matseðil hvers mánaðar undir flipanum Skólinn-Matseðill. Áfram verður hægt að nálgast upplýsingar um næringargildi máltíða á forsíðu skólans þegar ýtt er á Matseðill (myndin af eplinu).

Nánar
27 sep'19

Grunnskólamótið í fótbolta

Grunnskólamótið í fótbolta var haldið fyrir 7. og 10. bekk í vikunni. Krakkarnir stóðu sig með sóma og strákar í 10. bekk komust áfram í úrslit á laugardaginn.

Nánar
16 sep'19

Krufning í 9. bekk

Níundu bekkir eru að læra um mannslíkamann og þá er sérlega viðeigandi að skoða innyfli úr svínum. Líffærin reyndust vera hvert á sínum stað, barki og vélinda, lifur og lungu og ýmislegt fleira sem nemendur hafa verið að fræðast um.

Nánar
04 sep'19

Mikilvægt: Frestum stóra útikennsludeginum – AFTUR

Kæru nemendur og foreldrar Enn lítur út fyrir að veðrið verði slæmt á fimmtudaginn,  12. september. Það hefur því verið ákveðið að FRESTA STÓRA-ÚTIKENNSLUDEGINUM. KENNSLA VERÐUR ÞVÍ SAMKVÆMT STUNDASKRÁ FIMMTUDAGINN 12. SEPTEMBER FRÁ KL. 8.30. Stefnum á að halda góðan útikennsludag í vor. Bestu kveðjur, stjórnendur Langholtsskóla.

Nánar
29 ágú'19

Unglingadeild í gönguferð

Í gær fór öll unglingadeildin saman í gönguferð frá Ölkelduhálsi niður í Reykjadal í átt að Hveragerði. Þar nutu allir náttúrunnar og einhverjir notuðu tækifærið og skelltu sér í fótabað í heitu laugunum. Um kvöldið var Rósaball í skólanum þar sem eldri bekkingar buðu 8. bekkinga velkomna í unglingadeild.

Nánar
09 ágú'19

Skólasetning

Skólasetning í Langholtsskóla verður 22. ágúst. 8., 9. og 10. bekkur kl. 9.00 6. og 7. bekkur kl. 10.00 4. og 5. bekkur kl. 11.00 2. og 3. bekkur kl. 11.30 Nemendur í 1. bekk verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara ásamt foreldrum sínum fimmtudaginn 22. eða föstudaginn 23. ágúst. Kennsla í 1. bekk hefst…

Nánar
05 jún'19

Sumarlestur

Við minnum á að skila inn öllum bókum á bókasafnið fyrir skólaslit. Þeir sem skila öllum bókum mega taka með sér 3 bækur heim í sumarlestur! 📒 Eyðublað fyrir sumarlesturinn má finna á síðu skólans undir Nemendur – Sumarlestur.

Nánar
27 maí'19

Mat á skólastarfi o.fl

Nokkur ný skjöl hafa verið sett inn á heimasíðu Langholtsskóla ykkur til upplýsinga. Skjölin eru þessi: –Helstu niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk–Jafnréttisáætlun–Ytra mat 2018–Fimmta fundargerð skólaráðs

Nánar