11 okt'18

Bleikur dagur

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árverknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Að því tilefni minnum við á bleikan dag á morgun en þá hvetjum við sem flesta að mæta í einhverju bleiku til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini.  

Nánar
08 okt'18

Skipulagsdagur og foreldradagur

Samkvæmt skóladagatali er skipulagsdagur í Langholtsskóla á morgun, þriðjudaginn 9. október. Nemendur eru í leyfi á skipulagsdögum. Miðvikudaginn 10. október er foreldradagur, minnt er á skráningar í foreldraviðtölin í mentor.

Nánar
05 okt'18

Menningarmót og skemmtikvöld í 6. bekk

6. bekkur hélt glæsilegt Mennigarmót fimmtdaginn 4. október. Bæði nemendur og foreldrar sýndu þessum viðburði mikinn áhuga og fjöldi gesta gekk um stofur 6. bekkjar meðan á Menningarmótinu stóð. Menningarmótið hefur skapað sér sess sem árlegur viðburður í Langholtsskóla sem vettvangur þar sem  nemendur geta sagt frá sjálfum sér og varpað ljósi á sína menningu. Viðburðurinn var…

Nánar
04 okt'18

Laugardalsleikarnir

Laugardalsleikarnir voru haldnir í gær í 6. skipti. Laugardalsleikarnir eru árlegir íþróttaleikar unglingadeilda Langholts-, Laugalækjar- og Vogaskóla. Um kvöldið var ball í Langholtsskóla tileinkað vináttu og gleði. Til hamingju Laugalækjarskóli með sigur leikanna þetta árið.

Nánar
04 okt'18

Breytt dagsetning könnunarprófa í 9. bekk

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að færa dagsetningar samræmdra könnunarprófa um einn dag.  Ástæða breytinganna er sú að Íslandsmót iðn- og verkgreina skarast á við fyrirhugað könnunarpróf í ensku þann 14. mars. Keppst er við að fjölga nemendum í iðn- og verkgreinum og því er mikilvægt að flestir nemendur efstu bekkja grunnskóla fái að kynnast…

Nánar
03 okt'18

Grunnskólamótið í knattspyrnu

Sjöundi bekkur tók nýlega þátt í grunnskólamótinu í knattspyrnu, mætti til leiks með stelpu- og strákalið. Bæði lið stóðu sig fanta vel. Strákarnir unnu tvo leiki í riðlinum en komust því miður ekki áfram í úrslitin. Stelpurnar unnu hins vegar alla þrjá leikina í riðlinum, og spiluðu til úrslita á laugardaginn. Þar unnu þær einn…

Nánar
02 okt'18

Norræna skólahlaupið/Ólympíuhlaupið

Í dag fór Norræna skólahlaupið fram í blíðskaparveðri þó að kuldinn hafi aðeins bitið í kinnar.  Allir nemendur skólans lögðu af stað í hlaupið klukkan 10:00 og var hlaupið í u.þ.b. klukkutíma. Markmið hlaupsins er að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og kynna fyrir þeim nauðsyn þess að reyna á líkamann og hreyfa sig.…

Nánar
28 sep'18

Smjör og áfir í 3. bekk

Það er alltaf nóg að gera hér í skólanum og gera nemendur ýmislegt annað en að lesa í bókum. Í dag fékk 3. bekkur að búa til smjör og áfir og að sjálfsögðu fengu sér allir smá smakk!

Nánar
28 sep'18

1. bekkur í Grasagarðinum

„Sofnað að hausti vaknað að vori“ Fyrsti bekkur fór í Grasagarðinn en þar tók Björk á móti nemendum og þeir settu niður túlípanalauka. Næsta vor verður farin önnur ferð til að líta eftir uppskerunni. Myndir má sjá í myndasafni. 

Nánar
25 sep'18

Myndmennt í 2. bekk

Á dögunum notaði 2. bekkur tækifærið og fór út í góða veðrið í myndmenntatíma. Þar náðu krakkarnir sér í efniðvið úr náttúrunni sem varð að útilistaverki og einnig að mynd á blaði. Myndir frá deginum má finna hér. 

Nánar