Laugardalsleikarnir

IMG_0323.JPG

Miðvikudaginn 7. febrúar verða hinir árlegu Laugardalsleikar haldnir í Laugardalshöllinni. Þar koma saman nemendur elstu bekkjanna í Laugalækjarskóla, Langholtsskóla og Vogaskóla og keppa í hinum ýmsu íþróttagreinum. Allir nemendur unglingadeildar taka þátt í Laugardalsleikunum, keppnisgreinarnar eru fjölbreyttar og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.  Skólarnir safna stigum með bæði árangri og þátttöku og sá skóli sem hlýtur flest stig vinnur keppnina. Mikilvægt er að nemendur séu klæddir samkvæmt veðri og geti gengið niður í Laugardalshöll og til baka.
Nemendur unglingadeildar Langholtsskóla mæta í skólann kl. 8:10 að vanda. Fyrstu tvær kennslustundirnar er kennt samkvæmt stundatöflu en eftir kaffitíma/hafragraut þá ganga nemendur með umsjónarkennurum í Laugardalshöll. Keppnin stendur fram undir kl. 12.30.  Þeir sem eru skráðir  í hádegismat fá  samloku og djúsfernu í anddyri Laugardalshallar.  Sund og val verður kennt eftir hádegið skv. stundaskrá .
Um kvöldið verður Laugardalsleikaball fyrir unglingana í Langholtsskóla. Ballið stendur frá kl. 19:30 til 22:00 og er aðgangseyrir kr. 500. Húsið verður opnað kl. 19.30. Ballið er haldið í samstarfi félagsmiðstöðvanna í hverfinu og skólanna þriggja.

Kennarar á BETT

Bett

Um síðustu helgi fóru nokkrir kennarar úr skólanum á Bett skólasýninguna í London. Þar eru nýjungar í skólastarfi kynntar, haldnir eru fróðlegir fyrirlestrar og kennsluefni og vörur sýndar í glæsilegum sýningarbásum. Þeir fóru einnig í heimsókn í Thomas Clapham Day School í London. Þar er lögð áhersla á listgreinar, bæði í sitt hvoru lagi og samtvinnað við aðrar námsgreinar. Fyrir áhugasama má sjá heimasíður Bett og skólans hér að neðan: 

BETT

Thomas Clapham Day School: http://www.thomas-s.co.uk/Battersea-Home 

5. - 10. bekkur - Íþróttir

images

Næsta föstudag, 26. janúar, fer íþróttakennsla í 5. - 10. bekk fram í fimleikahúsi Ármanns í Laugardal vegna alþjóðlegs badmintonmóts í TBR. 

Frábær vika hjá 7. bekk á Reykjum

Reykir

7.bekkur hélt norður í síðustu viku, í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði. Þar dvaldi árgangurinn ásamt nemendum í Salaskóla, í fimm daga við nám og leik. Gríðarlega fjölbreytt dagskrá var í boði daginn út og inn en einnig fengu nemendur frítíma inn á milli sem þau nýttu vel. Umsjónarkennarar 7.bekkjar, þau Harpa, Gunnar og Ingvi fóru með í ferðina ásamt Guðrúnu Lilju þroskjaþjálfa. Nemendur höfðu safnað fyrir ferðinni með kökubasar, dósasöfnun og sölu á blaði. Gríðarlega ánægja var með ferðina og voru nemendur sér, foreldrum sínum og skólanum til sóma.

Vinaliðaferð

27265751_10155985481263187_89306516_o.jpg

Í dag fóru vinaliðar í vel heppnaða vinaliðaferð. Krakkarnir hafa staðið sig frábærlega í vetur og hjálpa til við að bæta skólabraginn. Myndir frá ferðinni má finna í myndasafni. 

Fleiri greinar...