Ævar vísindamaður

IMG_0497.JPG

Ævar vísindamaður kom í heimsókn á miðstig í morgun og las upp úr bók sinni Gestir utan úr geimnum. Hún féll vel í kramið hjá nemendum og þeir eru eflaust spenntir að lesa hana, en bókin kemur út í næstu viku. Myndir frá upplestrinum eru í myndasafni. 

Skóladagatal 2017-2018

Skóladagatal fyrir næsta skólaár er komið út. Það má finna hér eða ofarlega á forsíðunni.  

1. bekkur í fjöruferð

DSC00337.JPG

Fyrsti bekkur skellti sér í fjörferð í gær. Myndir úr ferðinni má sjá í myndasafni. 

Bókasafnið fær bókamerki að gjöf

18379337_10154381055642653_1268065951_o.jpg   bókamerki.jpg

Þeir Ísak, Birgir og Baldvin í 10. bekk komu færandi hendi á bókasafnið og gáfu bókamerki. Þeir voru að vinna að lokaverkefni í íslensku sem fjallar um réttindi barna. Verkefnið fól m.a. í sér að búa til bókamerki og vefsíðu þar sem réttindi þeirra koma fram. Við þökkum kærlega fyrir þessa gjöf og flott merki. 

Útikennsludagur

IMG_0450.JPG

Veðrið lék við nemendur og starfsfólk Langholtsskóla á útikennsludeginum í dag. Nemendur tókust á við ýmis verkefni og leiki á skólalóðinni og í Laugardalnum. Meðal verkefna má m.a. hreystistöð, bandý, stærðfræðileiki, minnisleiki og margt fleira. Myndir má sjá í myndasafni. 

Fleiri greinar...