Fréttir úr 1. bekk

Tré.jpg

Langholtsskóli tekur þátt í átakinu Göngum í skólann sem á að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Átakinu lýkur 4. október á alþjóðadegi Göngum í skólann.

Við í fyrsta bekk rannsökuðum hvaða ferðamáta börnin nota. Gefið var grænt laufblað fyrir að koma gangandi, gult fyrir að koma á hjóli og rautt fyrir að koma akandi.

Niðurstöðurnar settum við fram í þessu fallega tré/skólamerkinu okkar.

Vinaliðar á námskeiði

21907975_10155650844793187_982353847_o.jpg

Í gær fóru vinaliðar á leikjanámskeið í TBR. Námskeiðið var skemmtilegt og nemendur voru til fyrirmyndar. Vinaliðarnir eru spenntir að nota það sem þeir lærðu og við hvetjum alla nemendur á yngsta- og miðstigi til þess að taka þátt í leikjum í frímínútum. Myndir frá námskeiðinu eru í myndasafni.

Samvera á yngsta stigi

IMG_0021.JPG

Í morgun var samvera á yngsta stigi þar sem 2. ÁF sá um skemmtunina. Hér má sjá nokkrar myndir frá samverunni. 

Norræna skólahlaupið 2017

21460047_10154772114457653_1518370943_o.jpg

Nemendur og starfsfólk Langholtsskóla  tóku þátt í Norræna skólahlaupinu  í dag 8. september. Með Norræna skólahlaupinu sem haldið er í grunnskólum allra Norðurlandanna er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Fyrst og fremst er lögð áhersla á holla hreyfingu og að allir taki þátt. Aðstæður voru góðar, logn og sól og hlaupaleiðin einstaklega falleg um Laugardalinn. Nemendur stóðu sig mjög vel og nutu hreyfingarinnar með bros á vör í góða veðrinu. Myndir frá deginum má sjá í myndasafni. 

1. bekkur - Fyrstu dagarnir

Á yngsta stigi erum við að læra um tré og plöntur. Af því tilefni fóru allir í Grasagarðinn, fengu þar skemmtilega kynningu og unnu verkefni. Hér má líta myndir af 1. bekk vinna þessi verkefni.

21397640_1422366344537673_74847793_n.jpg        21442167_1422357351205239_996535805_n.jpg

Í dag tókum við í Langholtsskóla þátt í Alþjóðlegum degi læsis. Hér má líta myndir af fyrstu bekkingum með nefið ofan í bókum sem þau ýmst komu með að heiman eða fengu í skólanum.

21397714_1422358544538453_1268379980_n.jpg 21396897_1422358534538454_398590351_n.jpg

Við í fyrsta bekk höfum nýtt okkur þetta indæla haustveður og fært kennsluna út á skólalóð. Hér eru nemendur að æfa stafadráttinn með krít – og skreyta skólalóðina í leiðinni.

21469916_1422359031205071_181820751_n.jpg   21442036_1422358927871748_408754065_n.jpg

Fleiri myndir má sjá í myndasafni.

Fleiri greinar...