Í smiðju hjá Sveini kennara.

Hérna má sjá sýnishorn af verkefnum sem nemendur hafa unnið í smíði frá því í haust og fram til áramóta. Verkin eru unnin af nemendum á mismunandi aldri og eins og sjá má eru nemendur að skapa mismunandi verk og eru þeir duglegir að finna sér viðfangsefni. Að jafnaði eiga nemendur að vinna eitt ákveðið verkefni í byrjun en svo mega þeir vinna að verkefnum sem þeir finna sig í  þeir ráða við.  Ekki var hægt að birta myndirnar fyrir jólin vegna þess að í sumum tilfellum  mátti ekki  koma upp um hvað væri að finn í jólapökkunum. Það að nemendur kynni verk sín með því að sýna öðrum er að mínu mati nauðsynlegt til þess að það verði hluti af hönnunarferlinu.     Sjá myndir í myndasafni, það eru þrjár möppur með myndum úr smíði. 
Sveinn Karlsson 

Nýárskveðja

Starfsfólk Langholtsskóla óskar nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegs nýs árs og þakkar samstarfið á liðnu ári. Gaman er að sjá nemendur koma glaða og káta úr jólaleyfi, tilbúna að takast á við verkefnin framundan. Vitnisburður fyrir haustönnina verður sendur heim með nemendum föstudaginn 14. janúar og foreldraviðtöl verða fimmtudaginn 20. janúar.

Jólafrí

Við óskum nemendum, foreldrum – forráðamönnum og öðrum velunnurum skólans gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.  Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. Kennsla hefst aftur þann 4. janúar 2011 samkvæmt stundaskrá.
Starfsfólk Langholtsskóla

Merry Christmas and a happy New Year. School will resume on the 4th of January as normal.
 

Jólastemmning

Í skólanum er bragur jólanna farin að segja til sín. Hvert sem litið er má sjá börn að undirbúa jólin hvort sem er að skreyta skólann eða útbúa eitthvað fallegt til að taka með sér heim.
Fleiri myndir hér.

Dans og söngur

Í dag fengu nemendur skólans frábæra heimsókn. Það komu til okkar 3 dansarar og söngvarar frá Mósambík.
Þau kenndu nemendum dans og söng og allir fengu að taka þátt eins og sést á myndunum.

Fleiri greinar...