Jól í skókassa á miðstigi

Við viljum minna nemendur og foreldra/forráðamenn á verkefnið "Jól í skókassa". Á næstkomandi fimmtudag munum við pakka inn gjöfunum í skókassana og fara með þá yfir í KFUM og KFUK.
Margt smátt gerir eitt stórt.

Grænfáninn - Grænn dagur

Á morgun tekur skólinn við Grænfánanum, starfsfólk og nemendur mæta í grænu. Grænfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki samtakanna Fee (Foundation for environmental education). Fánanum er ætlað að auka veg umhverfismenntar og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Hann er veittur þeim skólum sem hafa sett sér markmið í umhverfismálum og náð árangri.

Grænfánaverkefninu á Íslandi er stýrt af Landvernd sem er aðili að alþjóðlegu samtökunum Fee. Stýrihópur um Grænfána er Landvernd til fulltingis um allt sem viðkemur verkefninu.
 

Útinámskeið

Allir starfsmenn Langholtsskóla komu vel klæddir úr vetrarfríinu því að fyrsti skóladagurinn endaði með útinámskeiði á skólalóðinni. Sex  fjölbreyttar stöðvar höfðu verið undirbúnar á skólalóðinni, eða rétt við hana, í Laugardalnum.Fleiri myndir. 
Lesa >>

Vetrarleyfi

Vetrarleyfi - Múa dông  - Ferie zimowe - Araw ng taglamig - Winter vacation - Vacaciones de invierno 23. - 27. október

Vetrarleyfi verður í Langholtsskóla föstudaginn 23. , mánudaginn 26. og þriðjudaginn 27. október. Skólinn og frístundaheimilið verða lokuð þessa daga. Njótið leyfisins og komum hress og kát til starfa samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 28. október.

Hreiðar skólastjóri

Fleiri greinar...