Forsetinn í heimsókn

IMG_0131.JPG

Við fengum góða gesti í morgun í tilefni af Forvarnardeginum sem haldinn verður í 9. bekk síðar í vikunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík kynntu Forvarnardaginn og ræddu um mikilvægi forvarna. Myndir frá heimsókninni eru á myndasíðu skólans. 

Á Forvarnardaginn munu nemendur í skólum ræða hugmyndir sínar og tillögur um æskulýðs- og íþróttastarf, fjölskyldulíf og hvaðeina sem getur eflt forvarnir. Hugmyndirnar verða teknar saman og settar í skýrslu sem birt er á vefsíðu félagsins. 

Hér má sjá vef félagsins. Einnig er hægt að sjá frétt um heimsóknina hér.

Knattspyrnukynning fyrir stúlkur í 1. - 6. bekk

Kæru foreldrar/forráðamenn

Stúlkum úr Langholtsskóla, Vogaskóla og Laugarnesskóla er boðið að fara niður í  Þrótt á knattspyrnukynningu föstudaginn 14. október. Við höfum ákveðið að þiggja boðið og stúlkurnar fara héðan á föstudagsmorguninn. Ef einhver vill ekki fara þá verður hún að sjálfsögðu hér í skólanum á meðan.

Bleiki dagurinn

 blodrur_grande.jpg

Á morgun, föstudaginn 14. október, er Bleiki dagurinn. Bleiki dagurinn er haldinn til þess að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Við hvetjum alla til að klæðast bleiku á morgun og sýna þannig samstöðu í verki. 

Knattspyrnukynning í dag

Þróttur1.jpg

Í dag fóru stelpur úr 1.-6. bekk á knattspyrnukynningu hjá Þrótti. Kynningin heppnaðist vel og veðrið lék við stelpurnar. Myndir af deginum má sjá í myndasafni